day 30 - your favorite song at this time last year
What's he building in there?
What the hell is he building In there?
He has subscriptions to those magazines
He never waves when he goes by
He's hiding something from the rest of us
He's all to himself I think I know why
He took down the tire swing from the peppertree
He has no children of his own you see
He has no dog
And he has no friends
And his lawn is dying
And what about all those packages he sends?
What's he building in there?
With that hook light on the stairs.
What's he building in there?
I'll tell you one thing
He's not building a playhouse for the children
What's he building in there?
Now what's that sound from under the door?
he's pounding nails into a hardwood floor
And I swear to god I heard someone moaning low
And I keep seeing the blue light of a T.V. show
He has a router and a table saw
and you won't believe what Mr. Sticha saw
There's poison underneath the sink of course
There's also enough formaldehyde to choke a horse
What's he building in there?
What the hell is he building in there?
I heard he Has an ex-wife in some place called Mayor's Income, Tennessee
And he used to have a consulting business in Indonesia
But what's he building in there?
What the hell is building in there?
He has no friends but he gets a lot of mail
I'll bet he spent a little time in jail
I heard he was up on the roof last night
Signaling with a flashlight
And what's that tune he's always whistling?
What's he building in there?
What's he building in there?
We have a right to know...
Tom Waits
Á þetta þarf að hlusta til að njóta til fulls.
Búin að því? Ókei, höldum áfram.
Er þetta skopkvæði um smáborgaralega paranoju gagnvart óvenjulegum einförum? Eða X-fælin hrollvekja um aðsteðjandi ógn? Veit það ekki, bæði sennilega. Fer svolítið eftir því hvað gaurinn er að smíða.
Það var fyrir rúmu ári sem ég fór að hlusta af einhverju viti á Mule Variations sem komst fljótlega til talsverðra metorða í Tom Waits hluta tónlistarsmekks míns. Ekki síst fyrir þetta rosalega lag/ljóð.
Gaman að enda á þessu, kallinn tekinn inn í Rock And Roll Hall Of Fame í gær og svona. Og já, við höfum rétt á að vita. Við höfum rétt á að vita það sem skáldin kjósa að segja, hvorki meira né minna.
Skáldin geta verið skýr eða óskýr, berorð eða dul, einlæg eða hæðin. Hvað þau eru að smíða á síðkvöldum í afluktum kytrum sínum fáum við aldrei að vita, okkur varðar ekkert um hvort það sé formalínlykt heima hjá þeim, kemur ekki við hversu margar rólur hanga í trjánum við húsið. Við eigum ekkert með að hnýsast í póstinn þeirra. Og þó það væri gaman að þekkja lagið sem þau eru að blístra við vinnu sína, þá er það einungis það sem þau að lokum sýna okkur sem við höfum rétt á að heyra og sjá.
Síðan er það okkar að skapa rest.
Ljóðrannsóknastofa Varríusar hefur lokið skýrslu sinni.