laugardagur, maí 29, 2010

Og hversu fokking svalt er þetta?

value="true" />name="movie" value="http://vimeo.com/moogaloop.swf?clip_id=12134559&server=vimeo.com&show_title=1&show_byline=1&show_portrait=0&color=&fullscreen=1"
/>type="application/x-shockwave-flash" allowfullscreen="true"
allowscriptaccess="always" width="400"
height="300">



Líka á YouTube.

föstudagur, maí 28, 2010

Meira plögg, meira helvíti




Bæði pluggdæmin mín hafa tíðindi að segja:

Hugleikur er búinn að taka upp lag úr sýningunni Rokk og koma á framfæri við útvarpsstöðvar og á netinu. Hér er hægt að hlusta á sönginn um hinar föllnu 27 ára gömlu rokkhetjur.

Lagið heitir 27 og hljómsveitin Vanstilltir ef fólk hefur áhuga á að biðja um það í útvarpið.

Ljótu hálfvitarnir eru líka búnir að ota einu lagi í spilun. Það heitir Gott kvöld og er ógurlegur balkanpolki um gríðarlegt partí. Samið af Oddi Bjarna og Sævari, sem jafnframt syngur. Þeir eru nú kannski partítregustu menn sveitarinnar, svo þetta er frekar skemmtilegt. Á sama hátt og það er hrein unun að hlusta á Sævar hvetja mann til að horfa á HM í sumar. Allavega, lagið má hlusta á og sækja hingað.

Miða á þjóðleikhússýningu Hugleiks og útgáfutónleika hálfvitanna má kaupa á Miða púnkti is.

Ég geri mér svo grein fyrir því að mér mistókst alveg að fylgja eftir áformunum um að skrifa vikulega pistla um þriðjuplötur. Og mun ekki bæta úr því. En læt hér samt flakka lista yfir þær þriðjuplötur sem ég hafði áformað að taka fyrir:

Dire Straits - Making Movies
Tom Waits - Nighthawks at the diner
Cornelis Vreesvijk - Grimascher och Telegram
The Beatles - A Hard Day's Night
XTC - Drums and Wires
AC/DC - Let there be rock
Crass - Penis Envy
Led Zeppelin - Led Zeppelin III

Þó svo listinn sé svona þá er ég klárlega ekki alæta á tónlist. Mér finnst leiðinleg tónlist leiðinleg - en þetta eru alltsaman snilldarplötur. Hugsanlega fyrir utan Nighthawks, en Waits er bara svo mikill snillingur að jafnvel hans versta plata er flott.

miðvikudagur, maí 19, 2010

Rokk og hálfvitagangur

Miðasala er hafin á útgáfutónleika Ljótu hálfvitanna í Íslensku óperunni 5. júní nk. Tryggið ykkur endilega miða, þetta verður stórgott.

Sama má segja um Þjóðleikhússýninguna á Rokki sem verður í Kassanum 10. júní. Tryggið ykkur líka miða þar.

þriðjudagur, maí 18, 2010

Bentu á þann ...

Mér finnst Einar Skúlason hafa svolítið hitt naglann á höfuðið með að líkja Besta flokknum við Harlem Globetrotters. Eina villan er að hann ku hafa sagt að það væri eins og að eiga við HG að keppa við Besta flokkinn í gríni. Það er ekki rétt. Að keppa við Jón Gnarr í gríni er vitaskuld að eiga við ofurefli fyrir flesta. En það er ekki verið að keppa í gríni.

Að eiga við Besta flokkinn í pólitík er eins og að etja kappi við Harlem Globetrotters.

Það er ekkert bara af því að HG séu svona góðir í körfubolta sem þeir niðurlægja einatt andstæðinga. Það er fyrst og fremst vegna þess að það er bæði óviðeigandi og ómögulegt að beita hefðbundum aðferðum gegn þeim. Þeir eru nefnilega ekki bara flinkir, þeir eru öðruvísi. Reglurnar gilda ekki um þá.

Pólitíkusarnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við Besta flokkinn. Og þeir munu ekki finna út úr því. Allir kostirnir eru vondir. Að láta fótgönguliða skrifa blaðagreinar er glatað. Að veitast að stefnumálunum fánýtt. Sá besti á alltaf útgönguleið sem hinir geta ekki elt hann um. Og þó svo tækist að koma höggi á Jón Gnarr, uppsker það ekkert annað en aukna andúð á þeim sem höggið veitti.

Sá sem kaupir sig inn á Harlem Globetrotters kærir ekkert um að sjá andstæðingana pakka í vörn og brjóta af sér.

Ég er ekkert frá því að mannvalið í efstu sætum flokksins sé síst verra en annarsstaðar. Og ef fólkið sem þar er er tilbúið í þessa vinnu þá sé það hið besta mál. Grínið liggur fyrst og fremst í stefnuskránni og ég reikna ekki með að tilvonandi kjósendur láti stjórnast af henni.

Það pirrar mig samt svolítið að fólki finnist það vera að "senda skilaboð" með atkvæði sínu. Altsvo önnur skilaboð en þau sem felast í að "benda á þann sem að þér þykir bestur/illskástur". Mér fannst það svolítið kristallast í nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu að þau skilaboð verða mistúlkuð og misnotuð hægri vinstri.

Svo verður líka með þann kosningasigur sem Besta flokknum er spáð. En ég er voða hræddur um að körfuboltaaðdáendur muni áfram styðja sín lið og deildin byrji aftur í haust.

mánudagur, maí 17, 2010

Respect









fimmtudagur, maí 13, 2010

Þegar neyðin er stærst

Það er nú aldeilis gott að eymingjans Kaupþingsmennirnir eru búnir að eignast vin. Alvöru vin, ekki bara ótíndan íslenskan poppara. Breskan stjörnulögfræðing hvorki meira né minna.

þetta segir Pressan allavega og vitnar í goðið, sjálfan Giovanni Di Stefano. Hann hefur víst gefið út yfirlýsingu til stuðnings Kaupþingsdrengjum og lofað þeim að berjast fyrir málstað þeirra, enda ku hann hafa íslenska kennitölu og telur að "ef einhver ætti að kvarta undan Kaupþingi eru það menn eins og ég". Og svo kastar Di Stefano þeim brauðmola í íslenska þjóðernisparanojuliðið að handtökurnar séu runnar undan rifjum Gordons Brown. Vel gert!

Þetta er nú aldeilis liðsauki sem þeir Kaupþingsmenn hafa fengið. Gúgull frændi vísaði á þennan makalausa prófíl.

Pressan að halda sér.

þriðjudagur, maí 04, 2010

Athyglisverðust




Jæja, Rokk hitti í mark hjá Þjóðleikhúsinu og var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýningin í ár. Það kom okkur leikstjórunum nokkuð á óvart, enda margar drullufínar sýningar í pottinum. En svona fór þetta. Og sýningin stendur vissulega undir þessu, þó ekki væri.

Til hamingju krakkar!

Það er óðum að verða uppselt á sýningarnar á Eyjarslóðinni - en ég myndi mæla með að fólk reyndi að koma þangað - meira hrárokk þar. Miðasala hér. Og athugið - þetta eru allrasíðustu sýningar á Eyjarslóðinni.

Þegar allir endar verða frágengnir varðandi Þjóðleikhúsið mun ég pósta því hér líka.