þriðjudagur, mars 08, 2011

day 22 - a song that you listen to when you’re sad

Sang til en flygnting


Jeg vågner

i min egen seng 

i mit eget hus 

i mit eget land

som om det var det mest naturlige i verden. 

Jeg vasker mig

klær mig på i mit eget tøj 

laver morgenmad til min kone og mig 

som om det var det mest naturlige i verden.

Jeg går i byen 

og køber ind 

for mine egne penge 

tjent ved eget arbejde 

som om det var det mest naturlige i verden. 

Jeg rejser nu og da 

til andre lande 

rejser tilbage til mit eget land

kommer gennem paskontrollen 

uden problemer 

kommer tilbage til mit eget hus 

som om det var det mest naturlige i verden

Som om det var det mest naturlige i denne verden

Benny Andersen



Lagið er svohér.

Auðvitað ætti maður að hlusta á eitthvað uppbyggilegt þegar maður er mæddur. En ég bara get ekki tekið þessari áskorun þannig. Hugsa bara um eitthvað sem gerir mann mæddan. En samt pínu hressari þegar maður skynjar reiðina sem kveikir hugsunina hjá skáldinu og setur broddinn í frábæra rödd Dissings. Og boðskapurinn er auðvitað hvað ástandið er heimskulegt og þarafleiðandi ætti að vera auðvelt að breyta því. Er það ekki? Víst er þetta uppbyggilegt. Ekki vera mæddur - vertu reiður!

Já og svo er ég bara svo hrifinn af því þegar tekst að gera áheyrileg lög við prósa, eða svona lausbeisluð ljóð. Uppáhaldsdæmið mitt eru þessar alþekktu línur úr bibíunni sem eru lesnar á hverjum jólum.




Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim