fimmtudagur, október 28, 2010

Stórmennska og smámennska

Var að koma af frumsýningu á frábærri heimildarmynd um kima í íslandssögunni sem ég hafði aldrei heyrt um. Nefnilega steindu gluggana úr dómkirkjunni í Coventry og hvernig þeir rötuðu í Akureyrarkirkju, Áskirkju og prívathús á Laugarásnum.

Þetta er frábær mynd um stórmennsku og smámennsku. Fulltrúar ensku kirkjunnar í myndinni eru hver öðrum stórmannlegri í viðhorfum sínum gagnvart því sem verður varla kallað annað en klár þjófnaður. Afstaða þeirra blæs nýju lífi í hugtakið "kristilegt".

En sú staðreynd að engum af íslenskum handhöfum glugganna virðist hafa dottið í hug að skila þeim bendir til að þar fari menn lítilla sanda og sæva. Og aðkoma ríkra og veraldlegra voldugra íslendinga að málinu gerir það sem því nemur ógeðslegra.

Mögnuð mynd hjá Hjálmtý Heiðdal og hans mönnum.

sunnudagur, október 10, 2010

Ó, Jókó!

Þar sem við sátum í Háskólabíói í gærkvöldi og horfðum á fólk streyma í salinn þá hvíslaði ég að Huldu: "Ég sé bara engar silkihúfur" Og þótti gaman að vita til að þarna væri venjulegt fólk mætt til að samfagna ekkjunni með sína sjötugu goðsögn.

Þegar tónleikarnir voru að klárast var hinsvegar ljóst að ástæðan fyrir seleb-fæð hlýtur að vera sú að þau voru vöruð við.

Þetta voru langverstu tónleikar sem ég hef farið á. Leiðinleg, einhæf og andlaus tónlist og sviðssjarmalaus frontmaður. Fór heim áður en hápunktinum var náð, en ef hápunkturinn var að sjá Ringo, Jón Gnarr og fjölskyldu Harrisons kyrja fjöldasönginn um frið þá voru hinar tónlistarlegu lægðir sem því nemur dýpri.

Drasl.

laugardagur, október 09, 2010

Lennon

Hvernig hefði sjötugur Lennon verið? Það fáum við aldrei að vita.

Ég deili ekki hatri margra bítlaaðdáenda á Yoko Ono. Mér finnst margt af því sem hún hefur gert á myndlistarsviðinu bísna snjallt, og það er ósanngjarnt að bera það saman við hina tímalausu snilld sem John gaf frá sér - oftar en ekki inspíreraður af ást sinni á þessari konu sem sumir hafa geð í sér að kalla norn. (Langar einhvern að láta bera verk sín saman við Lennons?)

Ég skil ekki alltaf alveg friðarpælingu þeirra hjóna. Lengi framan af virðast þau hafa boðað frið en lagt lag sitt við fólk sem barðist fyrir réttlæti. Ekkert alltaf með friðsamlegum aðgerðum. Enda eru réttlæti og friður ekki sami hluturinn. Sjálfur aðhyllist ég rétt fólks til að berjast fyrir réttlæti - jafnvel þó það kosti ófrið.

Samt er sérlega viðeigandi að hinn að því er virðist friðsami andófsmaður og baráttumaður fyrir mannréttindum - Liu Xiaobo - fái friðarverðlaun Nóbels um sama leyti og við hugsum um John Lennon á sjötugsafmælinu. Innblásinn lagahöfundur, brautryðjandi textasmiður, einn vanmetnasti rokksöngvari sögunnar og magnaður baráttumaður fyrir hugsjónum sínum þegar sá gállinn var á honum.

Honum, Yoko og friðarhugsjóninni til heiðurs birtir varríus eitt af sínum uppáhaldsljóðum og mögulega magnaðasta manifestó friðarsinnans.

Conscientious Objector

I shall die, but
that is all that I shall do for Death.
I hear him leading his horse out of the stall;
I hear the clatter on the barn-floor.
He is in haste; he has business in Cuba,
business in the Balkans, many calls to make this morning.
But I will not hold the bridle
while he clinches the girth.
And he may mount by himself:
I will not give him a leg up.

Though he flick my shoulders with his whip,
I will not tell him which way the fox ran.
With his hoof on my breast, I will not tell him where
the black boy hides in the swamp.
I shall die, but that is all that I shall do for Death;
I am not on his pay-roll.

I will not tell him the whereabout of my friends
nor of my enemies either.
Though he promise me much,
I will not map him the route to any man's door.
Am I a spy in the land of the living,
that I should deliver men to Death?
Brother, the password and the plans of our city
are safe with me; never through me Shall you be overcome.


Edna St. Vincent Millay