föstudagur, desember 24, 2010

Jólahugvekja Varríusar

Jólin vega salt milli hátíðleika og gleði.

Hátíðleikinn á sinn kjarna í Heims um ból. Lagi sem upprunalega er dálítið hallærislegt alpa-gítarlag með pínu jóðli í bakgrunninum. En við höfum hægt á því, bætt við seigfljótandi raddsetningu og torskildum texta og ekkert lag er eins nátengt helgi jólanna. Hún þarf að vera. Þessi tilfinning að nú sé eitthvað merkilegt í vændum og ekki nóg að vera bara í stuði.

En stuðið þarf að vera þarna líka. Gleðin. Og það þarf að vera alvörugleði með hlátri og smá fíflalátum. Ekki bara bros til að breiða yfir hátíðleikann. Og samt má ekki skemma hann. Þetta er ekki auðvelt - en þeim mun dýrmætara.

Í ár er Varríus á gleðinótunum og óskar lesendum sínum gleðilegra jóla með kátustu tónlist sem hann þekkir. Take it away mr. Messiaen:

þriðjudagur, desember 14, 2010

Jólaasninn

Varríus mun fara orðum um Kvöldverðinn eftir Herman Koch, Makalaus eftir Tobbu Marinós og Á valdi örlaganna, ævisögu Kristjáns Jóhannssonar eftir Þórunni Sigurðardóttur á morgun uppúr 11 á Rás 2.

Sjálfur er Varríus hinsvegar í stökustu vandræðum með að gera upp við sig hvaða bækur hann langar í í jólagjöf. Og í hvaða dýr fer maður ef maður fær ekki eina einustu bók? Jóla-asnann?

laugardagur, desember 11, 2010

Þursinn

Ljóð daxins er eftir W.H. Auden og fjallar um veikleika valdsins. Annars er varríus í bókmenntalegum fíling þessa dagana. Spjallar um bækur á miðvikudögum kl. 11 á Rás 2 við Gunnudís og Andra, tvo höfuðsnillinga. Næst verða það Kvöldverðurinn eftir Herman Koch, Ævisaga Kristjáns Jóhannssonar eftir Þórunni Sigurðardóttur og Makalaus eftir Tobbu Marinós. Og á morgun/í dag verða hann, Eddi Hilmars, Selma Björns, Björk Jakobs og Gunni Helga með Jólaskrall í Gaflaraleikhúsinu, sem enginn skildi missa af.

En þangað til, take it away mr. WH:

The Ogre does what ogres can,
Deeds quite impossible for Man,
But one prize is beyond his reach,
The Ogre cannot master Speech:
About a subjugated plain,
Among its desperate and slain,
The Ogre stalks with hands on hips,
While drivel gushes from his lips.