fimmtudagur, mars 10, 2011

day 24 - a song that you want to play at your funeral

Morgunljóð

Ég er úr
ljósi og lofti

yfir mér
svífandi sjófugl

undir mér
lína úr ljóði

Hafið er skínandi bjart

Linda Vilhjálmsdóttir


Mér finnst þetta falleg mynd af því hvernig maður rennur saman við heiminn - tilvalið til að syngja yfir moldum trúleysingja. Náttúran yfir, listin undir og þú sjálfur áleggið í hina eilífu samloku. Ég held að þetta sé fyrsta óbundna ljóðið (eða órímaða, því það er náttúrulega bít í gangi hérna) sem ég lærði utanað. Ef ekki hefur verið samið við það (gott) lag - og önnur úr kverinu góða, Valsar úr síðustu siglingu, þá er það brýnt verkefni. Ég verð ekkert eilífur, sko.




Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

1 Ummæli:

Blogger Jón Eiríksson sagði...

Lagið er á leiðinni

6:47 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim