þriðjudagur, september 30, 2008

Alls ekki eðlilega fyndið

föstudagur, september 19, 2008

Vit(fir)ringarnir þrír

Varríus verður ásamt tveimur öðrum hálfvitum í Útsvari í kvöld sem fulltrúi heimahaganna. Missið af á eigin ábyrgð.

föstudagur, september 12, 2008

Boltinn

Undankeppni heimsmeistaramóts setur ópinbera titilinn auðvitað á fleygiferð. A miðvikudaginn hrifsuðu Svíar til sín titilinn með sigri á Ungverjum sem hafa haldið honum í nokkra mánuði. Um miðjan október geta síðan Portúgalir náð honum af þeim gulu. Auk þessara þriggja eru í riðlinum Danir, Albanir og Möltungar. Við skulum vona að titillinn endi hjá einhverjum sem verður í lokakeppninni 2010. Það verður að vera einhver spenna í þessu.

Í öðrum boltafréttum: Enski þjóðarballettinn hefur ákveðið að helga Hinum Fagra Leik næstu uppfærslu sína. Skoðið myndirnar.

Ef þið þorið.

þriðjudagur, september 09, 2008

Vindbelgjaleiga Varríusar

Hljóðfærasafn Varríusar brást ljúflega við beiðni Íslensku óperunnar um lán á sekkjapípu í næstu sýningu þessa virðulegasta áhugaleikfélags landsins. Góðu heilli verður hún einungis til sýnis. Það sama verður ekki sagt um Kristján Jóhannsson, sem mun syngja aðalrullurnar í einþáttungunum, Cavalleria Rusticana og I Pagliacci til skiptis á móti Jóhanni Friðgeiri.

Ef einhver hefur hug á að hlýða á ómþýðan sekkjapípuleik þá hljóta skosku fótboltabullurnar að vera tilkippilegar í svoleiðis.

Fyrir rokkhunda er sennilega betra að tékka á fyrsta síngulnum af næstu plötu AC/DC. Hér er Rock'n'Roll Train - ágætis rokkslagari og minnir mig bæði á eldgamalt ACDC-stöff og jafnvel Start me up með Stónsurunum.

Fyrir bókmenntaunnendur er hinsvegar enn meira gaman að tékka á 28 skrítnustu bókatitlum síðustu 30 ára.

Eitthvað fyrir langflesta á Varríusi í dag.

þriðjudagur, september 02, 2008

Hvað heitir hann aftur?

Horfði á DVD með AC/DC á sunnudaginn. Þeir eru víst að fara að túra og ég ætla mér að sjá þá. Verður samt að viðurkennast að Brian Johnson týnist svolítið í skónum hans Bon Scott þegar maður horfir á þá hvorn á fætur öðrum.

Stórbrotið viðtal við Scott frá 1976 þar sem hann er spurður um væntanlega tónleikaferð þeirra félaganna með KISS:

"Já, hann kom og sá okkur hann þarna ... hvaðannnúheitir aftur, bassaleikarinn. (kallar yfir öxlina á fréttamanninum) Strákar, hvað heitir hann aftur, bassaleikarinn í Kiss?"

Skemmtileg saga, ekki satt? Og þvílíkur söngvari! Ég man þegar ég heyrði í honum fyrst. Það var Highway to Hell, af þungarokkssafnplötunni Axe Attack sem ég hafði eignast á kassettu. Af einhverjum ástæðum vorum við Ármann að hlusta á hana í fyrsta sinn í kassettutæki í garðinum heima hjá Bróa föðurbróður hans í Holtagerðinu. Þessi fyrstu kynni voru reyndar ekki góð - mér fannst maðurinn jarma meira en syngja. Kunni sumsé ekki gott að meta. Búinn að læra það síðan.

Fyrir þá sem vilja innihaldsríkara blogg en endurminningar um þungarokksreynslu Varríusar þá er rétt að benda á að einn ritfimasti bloggari landsins er staddur í austurlöndum nær, og býður upp á einstaka innsýn í lífið þar. Fylgist með frá núna.