laugardagur, mars 12, 2011

day 26 - a song that you can play on an instrument

Komdu, feigð

Komdu, feigð, komdu feigð svöl
og fel mig þar sem síprus grær.
Svíf á braut, svíf á braut, kvöl
mig sveik í tryggð ein yngismær.
Á hjúpinn ljósa leggið þó
lyngið rauða
sú ást var djúp sem dapran bjó
mér dauða.

Engin rós, engin rós fær
að ilma við mitt svarta skrín.
Engin hönd, engin hönd kær
af ástúð signi beinin mín.
Mitt græna leiði á gleymdum stað
gróa látið.
Svo enginn geti gist við það
og grátið.

William Shakespeare/Helgi Hálfdanarson


Ég hef sett mér langtímamarkmið: Ég ætla að semja lög við öll söngljóð í verkum Shakespeares. Ég er búinn með nokkur og lagið sem ég samdi við þetta fallega ljóð úr Þrettándakvöldi er skásta lag sem ég hef samið. Kalt mat. Ég hef aldrei skrifað það niður, og mögulega hefur það breyst eitthvað smá gegnum árin, en það kemur alltaf í puttana þegar á reynir. Þá er það allavega ekki vont. Og Shakespeare er mesta skáld ever. Kalt mat.



Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim