föstudagur, mars 04, 2011

day 18 - a song that you wish you heard on the radio

Atlot

Niður borubratta hlíðina
spriklar bunulækur

með silfurtær



skarpur steinninn glúpnar
við gælur þeirra

Unnur Guttormsdóttir


Við Unnur deilum afmælisdegi og leikfélagi. Við erum líka bæði dálítið hrifin af öngstrætum tungumálsins. Unnur hefur skrifað góðan slatta af leikritum með vinkonum sínum og vænan bunka af prýðilegum smáverkum fyrir leiksvið en ég held að rödd hennar hljómi skírust í ljóðunum sem hún er farin að setja saman hin síðari ár. Þar nær hjartahlýjan alltaf að skína í gegnum sniðuglegheitin og þegar nostalglýjan er alveg að keyra um þverbak má búast við dömulegu skítaglotti. Vonandi fáum við bók frá Unni bráðum. Það verður góð bók.






Um feisbúkk gengur leikurinn "30 Day Song Challenge", þar sem þú átt að segja frá eða setja inn, lag eftir ákveðinni forskrift daglega. Mér fannst þetta skemmtilegt, en langaði að hugsa frekar um ljóð. Og þau rúmast ekki í feisbúkkstatusum svo ég ákvað að hafa þau hér og krækja í færslurnar úr feisbúkkinu mínu. PS: ljóð eru skemmtileg. Líka þegar þau eru leiðinleg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim