miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Rómverjar eru klikk X

... en þeir rokka. Meira um þessa vitleysinga hér.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Löngu tímabær tiltekt

Gaf mér lox tíma í gærkveldi og lagaði til í blogglistanum hér til hliðar, en hann hefur verið í messi síðan í krakkinu mikla. Held að allt sé núna í sómanum með hann, ef einhver telur sig hafa tilkall til að vera á honum og ég hef gleymt þá gefi viðkomandi sig fram.

Fann eina jólaævintýrisstúlku að þvælast eina í bloggheimum. Ókei, kannski ekki alveg eina, en allavega, heeere's jenný!

Annars er mikið listafargan í gangi. Bibbi lét það verða sitt fyrsta verk á nýja blogginu sínu aðkitla mig, og áður en ég náði að klára það hafði Fréttablaðið samband og heimtaði að ég gerði götunum í lífi mínu skil í blaðinu. Er að hamast í því, enda strangari deddlæn þar en á Bibbabloggi.

Og svo gengur á með leiksýningum. Keflavík afgreidd, Leikbrúðuland sömuleiðis, Bandamenn annaðkvöld og svo Auðunn Blöndal á miðvikudag. Skrautlegt ...

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Það besta...

Jóladiskur dr. Tótu, Það besta við jólin kom mér sosum ekki mikið á óvart. Langflest lögin hef ég heyrt, mörg þeirra hef ég átt þátt í að frumflytja og kynni mín af höfundi og aðalsöngvara gerðu það að verkum að nýju lögin voru kunnugleg líka.

En sennilega á hann eftir að lyfta augabrúnum vandalausra. Eða allavega þeirra úr þeim flokk sem kunna að meta frábæra söngtexta, áheyrileg lög og óvænta vinkla á næstklisjulegasta yrkisefni alheimsins (á eftir ástinni náttúrulega).

Loksins er búið að semja lofsöngva um jólahald nútímaíslendingsins. Pínulítið háðska, dálítið skítaglottandi, en alltaf elskulega samt. Trikk sem Hugleikur hefur kennt höfundinum, eða leyst úr læðingi allavega.

Eldhús þar sem fjölskyldan kyrjar "Það besta við jólin er að éta" með allri sinni ógleðivekjandi upptalningu á matarvenjum aðventunnar er hamingjusamt eldhús. Og örvæntingarfullur eiginmaður sem eigrar hálfdrukkinn um Smáralindina á Þorláksmessu gerði margt vitlausara í leit sinni að jólagjöf fyrir sína stássjómfrú en að raula "Melior, Melior, Melior, stattuupp stattuupp stattuupp stattuupp - Nirfill, kirfill, tyrfill axi vaxin klundurjól" fyrir munni sér. Þá verða kringumstæðurnar í það minnsta það næst-súrrealískasta í nánasta umhverfi hans.

Þetta er drullugóður diskur. Útsetningarnar eru flottar, hljómurinn hlýr og fallegur. Flutningur meira og minna lýtalaus. Mér finnst Tóta njóta sín best í rólegu lögunum, Jólaskraut er í augnablikinu í mestu uppáhaldi. Kórinn þykir mér óþarflega penn í sínu hlutverki. En kórlögin eru mögnuð og spái ég því að eftir svo sem tvö ár verði ekki hægt að fara svo á aðventutónleika að kórinn klikki ekki út með Grýlukvæði eða Seinheppnum sveinum sem "Showstopping" uppklöppunarlagi. Dúndurlög og brilljant textar.

Það besta við jólin í hvern pakka, fyrir þessi klundurjól. Það allra besta er náttúrulega að koma á Jólaævintýrið og kaupa hann þar á góðum prís af höfundinum sjálfum.

föstudagur, nóvember 25, 2005

Þekkirðu Hugleik #6

Lárviðarskáldið er langöflugast í spurningakeppninni, og óvíst hvort eða hvernig sigurganga hans verður stöðvuð. Hér er ein:

Þorsteinn Erlingsson á söngtexta í einu Hugleiksleikriti. Hvaða texta, hvaða leikrit, og hver leiddi sönginn?

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Þekkirðu hugleik #5

Spurt er um hugtak úr Kolrössu

Hvað kallast tröll sem hafa rómantískan áhuga á mannfólki?

Trymbillinn mælti ...

... og grét við settið - not!

Þá veit maður hvað Jón Geir gerir í frístundum. Hann sumsé æfir sig á trommur. Jahérna hér, og ég sem hélt að hann stæði fyrir framan spegil og æfði sig að brosa. En nei, hann slær tvær tvær flugur í einu höggi og brosir við settið. Honum finnst nefnilega svo gaman. Og það finnst, og heyrist, og sést.

Og svo er hann svo flinkur að hann færi létt með að slá tvær flugur í einu höggi.

Fór sumé með slatta af jólaævintýrishópnum á útgáfutónleika Ampop. Drullugott barasta. Hulda spilar reyndar betur á melódiku, og lúkkar betur við orgelið. En Jón Geir á sér engan jafnoka á sínu sviði.

Þekkirðu Hugleik #4

Fótafetish er áberandi í verkum hugleiks. Í hvaða verkum koma eftirtaldar línur fyrir:


Ég nýt ylsins við hans ástarhót er undurblítt hann gælir við minn fót.

Víst tók hann Þorbjörn mér um ökkla eitt sinn.

Þú snertir á mér fótinn á alveg sérstaklega sérstakan hátt.

Saman með hnén Lína mína.


Aukaspurning: Nefnið eitt dæmi til viðbótar um fótaduld Hugleiks.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Hugleiksgetraun #3

Því er oft haldið fram að Hugleikur hafi einungis leikið verk eigin höfunda, þ.e. ef Magnús Grímsson Bónorðsfari sé talinn til þeirra - sem hann er. Þetta er nú eins og svo margar alhæfingar, ekki allveg rétt. Sé miðað við styrkhæfar sýningar þá hafa þrír eftirtalinna höfunda verið leikinn af Hugleik, en einn ekki.

Harold Pinter
Jónas Árnason
Einar Benediktsson
Peter Shaffer

Hver er þessi ógæfusami skríbent?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Þekkirðu Hugleik # 2

Getraunin mikla er komin af stað. Nú hefst önnur lota, og öllu svínslegri:

Fyrir hvað stendur skamstöfunin T.Þ.A.G og í hvaða leikriti kemur hún fyrir?

Aukaspurning: Hvernig tengist umrædd sýning hljóðfærasafni Hugleiks?

Getraunn

Núna eru allir, flestir, margir, sumir, með getraunir á bloggum sínum. Varríus er afar leiðitamur í trendmálum eins og allir vita og starta hér einni. Og að sjálfsögðu er það Hugleiksgetraun.

1. spurning
Botnið eftirfarandi setningu:

Þó þekkti ég eina enn verri í Ríó. Hún var með ....

Aukapsurning: Úr hvaða leikriti er setningin og hver er bróðir leikarans sem þar talaði?

mánudagur, nóvember 21, 2005

Púff!

Við frumsýndum. Það gekk vel. Dómar eru uppkveðnir hér og þar og í mogganum, en þangað liggur enginn linkur. Lesið bara blaðið!

Ég er glaður. Sýningin er eins nálægt draumum mínum og hægt er með nokkurri sanngirni að ætlast til. Miðarnir seljast eins og gras í Stínu. Fyrstir koma - fyrstir fá.

Önnur súpertíðindi úr íslensku leikhúsi eru að Gísli Örn Gulldrengur sé að fara að leika með flottasta leikhóp í heimi. Til hamingju með það! Af þvi verður ekki misst, og vonandi verður það til að snillingarnir drífa sig upp á skerið.

Og svo er ég að fara í viðtal á Útvarpi Sögu við fyrrum samverkakonu Hildi Helgu. Milli 15 og 16. Og Sigrún Óskars og Bjössi Thor verða í Víðsjá á eftir.

Plöggiplöggiplögg...

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ah! The Great Möller!

Læknir
...I think you're in luck though. An extraordinary new cure has just been developed for exactly this kind of sordid problem.

Blackadder
It wouldn't have anything to do with leeches, would it?

Læknir
I had no idea you were a medical man.

Blackadder
Never had anything you doctors didn't try to cure with leeches. A leech on my ear for ear ache, a leech on my bottom for constipation.

Læknir
They're marvellous, aren't they?

Blackadder
Well, the bottom one wasn't. I just sat there and squashed it.

Læknir
You know the leech comes to us on the highest authority?

Blackadder
Yes. I know that. Dr. Hoffmann of Stuttgart, isn't it?

Læknir
That's right, the great Hoffmann.

Blackadder
Owner of the largest leech farm of Europe.

Þessi litla dæmisaga kom upp í hugann á mér þegar ég var að reyna að skilja hversvegna þokkalega greint og sennilega sæmilega heiðarlegt fólk sér ekkert athugavert við að ein valdamesta kona í íslensku almannaheilbrigiðskerfi reki fyrirtæki sem nærist á því sem aflaga fer í þessu sama kerfi.

Ef Egill Helgason og kó væru persónur í Blackadder ætli þeir myndu þá lofsyngja dr. Hoffmann? Og væna þá sem dægju hlutleysi hans sem vísindamanns og áreiðanleika rannsókna hans í efa um allskyns annarlegar pestir eins og ofvaxin vinstur?

Ég er voða feginn að hafa of mikið að gera til að skrifa hér langa hunda um þetta, og glaður að einhver var búinn að því fyrir mig.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Tímamótablogg

Fyrsta myndin á bloggi Varríusar.




Og svo verð ég bara að segja að í fyrsta sinn vefst mér tunga um tönn.

Ég vil auðvitað að sem allra flestir þyrpist á Jólaævintýrið. Enda fæ ég ekki betur séð en að það verði hin óhræsislegasta skemmtan.

En stundum fæ ég kvíðakast sem gengur út á að það geti ekki verið eðlilegt að einn leikhópur skemmti sér svona vel og nái samt að gleðja áhorfendur. Svo sterk er hugmyndin um að það eigi að vera erfitt, leiðinlegt og torsótt að smíða vel lukkaða leiksýningu. Samt er ég nánast sannfærður um að við séum með gimstein í höndunum.

Allavega vill ég að sem allraflestir dæmi fyrir sig.

Miðasalan er hér

Fávitar!

Tímaritið Sirkus hneysklaði marga með fyrirsögninni "Ég er algjör hnakkamella" á síðasta tölublaði, sem vonlegt er. Núna tekur samt steininn úr. Framan á nýjasta blaðinu stendur nefnilega: "Bíbí er kynþokkafyllsti bassaleikari landsins".

Bíbí smíbí. Varríus spyr: Hefur þetta fólk aldrei séð hann Loft?!

Þið getið séð hann í þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Tveir nýir einþáttungar, besta neðanjarðarhljómsveit í heimi og konsertuppfærsla af hælætum úr Jólaævintýrinu. Miðasala hér. Mætið eða verið ferkantaðir ella.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Fuss og svei

ekkert bloggað hér síðan á mánudag. Það kemur mér svosum ekkert á óvart.

Í fyrsta lagi er Jólaævintýrið að sigla inn í geðveikisfasann. Upptökur á tónlistinni um helgina, og allar deildir að komast á yfirsnúning. Það er óhemju gaman og vel þess virði þó það taki alla manns vökutíma. Fyrir utan þá sem fara í vinnuna sem líka er á fullu. Já og svo litla sæta einþáttunginn hennar Júlíu sem ég er að sviðsetja fyrir Þjóðleikhúskjallarann.

Sumsé nóg fyrir stafni. Hégómi eins og blogg og biblíulestur situr sem fastast á hakanum.

En þeir sem þurfa lesefni fyrir helgina geta dundað sér við að kynna sér málflutning eins helsta sérfræðings breta í fíkniefnum.