fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Trymbillinn mælti ...

... og grét við settið - not!

Þá veit maður hvað Jón Geir gerir í frístundum. Hann sumsé æfir sig á trommur. Jahérna hér, og ég sem hélt að hann stæði fyrir framan spegil og æfði sig að brosa. En nei, hann slær tvær tvær flugur í einu höggi og brosir við settið. Honum finnst nefnilega svo gaman. Og það finnst, og heyrist, og sést.

Og svo er hann svo flinkur að hann færi létt með að slá tvær flugur í einu höggi.

Fór sumé með slatta af jólaævintýrishópnum á útgáfutónleika Ampop. Drullugott barasta. Hulda spilar reyndar betur á melódiku, og lúkkar betur við orgelið. En Jón Geir á sér engan jafnoka á sínu sviði.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég var búin að skrifa helling um það hversu sár trommuleikari dauðans yrði við þessa færslu þín af hann á annað borð læsi blogg. Hann er með eindæmum lima og brosfagur líka og slær alla aðra út! Eg er nú hissa á þér að minnast ekkert á það.
enibw... eins og blogger segir hér!

10:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

En svo datt þetta allt út hjá mér
oezyiw....

10:48 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Ég hélt að njósnatrommari dauðans væri hættur að tromma. Og það mætti alls ekki minnast á það.

Hafðu mig ekki fyrir því en rjprzfy.

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ha ha ha ha ha Hann Halli minn hættir ALDREI að tromma. Ekki fyrr en ycbkyb frýs í Helvíti!!!

12:47 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Jette kul - nú á ég tvo uppáhalds trommara.

Og nú er bara að vona að Gunnar greifi lesi ekki þetta blogg.

(ískrandi hlátur): ntbpiniw....

7:17 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim