mánudagur, nóvember 21, 2005

Púff!

Við frumsýndum. Það gekk vel. Dómar eru uppkveðnir hér og þar og í mogganum, en þangað liggur enginn linkur. Lesið bara blaðið!

Ég er glaður. Sýningin er eins nálægt draumum mínum og hægt er með nokkurri sanngirni að ætlast til. Miðarnir seljast eins og gras í Stínu. Fyrstir koma - fyrstir fá.

Önnur súpertíðindi úr íslensku leikhúsi eru að Gísli Örn Gulldrengur sé að fara að leika með flottasta leikhóp í heimi. Til hamingju með það! Af þvi verður ekki misst, og vonandi verður það til að snillingarnir drífa sig upp á skerið.

Og svo er ég að fara í viðtal á Útvarpi Sögu við fyrrum samverkakonu Hildi Helgu. Milli 15 og 16. Og Sigrún Óskars og Bjössi Thor verða í Víðsjá á eftir.

Plöggiplöggiplögg...

1 Ummæli:

Blogger frizbee sagði...

Thad verdur gott ad hafa annan íslending í hópnum thegar ég geng til lids vid thau... thad er ad segja, ef ég stofna ekki bara enn betra leikfélag ;)

11:39 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim