föstudagur, nóvember 25, 2005

Þekkirðu Hugleik #6

Lárviðarskáldið er langöflugast í spurningakeppninni, og óvíst hvort eða hvernig sigurganga hans verður stöðvuð. Hér er ein:

Þorsteinn Erlingsson á söngtexta í einu Hugleiksleikriti. Hvaða texta, hvaða leikrit, og hver leiddi sönginn?

7 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Fyrrvar oft í koti kátt

Jólaævintýri Huleiks
Sérra Frosti leiðir sönginn en vinnukonur hans syngja þennan stúf

2:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Spurningin er röng þar sem Fyrr var oft í koti kátt hefur verið notað í tveimur leikritum Hugleiks, Jólaævintýrinu OG Víst var Ingjaldur á rauðum skóm þar sem annar séra (sem ég man ekki hvað hét) leikinn af Gunnari „Gönsó“ Gunnarssyni var næstum búinn að drepa mig úr hlátri með því að syngja lagið í heild sinni og mæma með sláturkeppsbrúðu um leið. Klassík.

3:12 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Ég lít nú varla á tilvitnunina í Jólaævintýri sem rétt svar, var að fiska eftir Ingjaldi og sláturkeppunum (sem bæðevei er gott hljómsveitarnafn ef einhver hefur áhuga)

4:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ,
Bara að láta þig vita að Jónas Haraldsson skrifar um klaufar og kóngsdætur í helgapisli Viðskiptablaðsins..... þið fáið góða umsögn þar eins og annarsstaðar :)
kveðja
Hildur

5:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er feginn að ég var fjarri tölvunni þennan daginn því auðvitað hefði ég haft þetta með Ingjald. Hefði hins vegar ekki haft smugu um Jólaævintýri enda á ég eftir að sjá – liggaliggalá.

Ótrúlegt! Fáránlegt! Skammarlegt! En satt.

6:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

iss piss þú heldur bara með Sævari veit það alveg þetta er alveg fullkomlega rétt svar, nrgebucp

7:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Iss piss - bara diss? Það var Ármann sem kom með "rétta" svarið - ekki ég. Þitt svar virðist samt vera fullkomlega rétt líka Fríða. Spurningahöfundur getur ekki spurt spurningar með tvö rétt svör og sagt síðan: Ég var að meina hitt. Þar sem enginn er dómarinn verðum við keppendur að sjá um að snupra hann í þetta skiptið.

11:02 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim