Þekkirðu Hugleik #6
Lárviðarskáldið er langöflugast í spurningakeppninni, og óvíst hvort eða hvernig sigurganga hans verður stöðvuð. Hér er ein:
Þorsteinn Erlingsson á söngtexta í einu Hugleiksleikriti. Hvaða texta, hvaða leikrit, og hver leiddi sönginn?
Þorsteinn Erlingsson á söngtexta í einu Hugleiksleikriti. Hvaða texta, hvaða leikrit, og hver leiddi sönginn?
7 Ummæli:
Fyrrvar oft í koti kátt
Jólaævintýri Huleiks
Sérra Frosti leiðir sönginn en vinnukonur hans syngja þennan stúf
Spurningin er röng þar sem Fyrr var oft í koti kátt hefur verið notað í tveimur leikritum Hugleiks, Jólaævintýrinu OG Víst var Ingjaldur á rauðum skóm þar sem annar séra (sem ég man ekki hvað hét) leikinn af Gunnari „Gönsó“ Gunnarssyni var næstum búinn að drepa mig úr hlátri með því að syngja lagið í heild sinni og mæma með sláturkeppsbrúðu um leið. Klassík.
Ég lít nú varla á tilvitnunina í Jólaævintýri sem rétt svar, var að fiska eftir Ingjaldi og sláturkeppunum (sem bæðevei er gott hljómsveitarnafn ef einhver hefur áhuga)
Hæ,
Bara að láta þig vita að Jónas Haraldsson skrifar um klaufar og kóngsdætur í helgapisli Viðskiptablaðsins..... þið fáið góða umsögn þar eins og annarsstaðar :)
kveðja
Hildur
Ég er feginn að ég var fjarri tölvunni þennan daginn því auðvitað hefði ég haft þetta með Ingjald. Hefði hins vegar ekki haft smugu um Jólaævintýri enda á ég eftir að sjá – liggaliggalá.
Ótrúlegt! Fáránlegt! Skammarlegt! En satt.
iss piss þú heldur bara með Sævari veit það alveg þetta er alveg fullkomlega rétt svar, nrgebucp
Iss piss - bara diss? Það var Ármann sem kom með "rétta" svarið - ekki ég. Þitt svar virðist samt vera fullkomlega rétt líka Fríða. Spurningahöfundur getur ekki spurt spurningar með tvö rétt svör og sagt síðan: Ég var að meina hitt. Þar sem enginn er dómarinn verðum við keppendur að sjá um að snupra hann í þetta skiptið.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim