þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Getraunn

Núna eru allir, flestir, margir, sumir, með getraunir á bloggum sínum. Varríus er afar leiðitamur í trendmálum eins og allir vita og starta hér einni. Og að sjálfsögðu er það Hugleiksgetraun.

1. spurning
Botnið eftirfarandi setningu:

Þó þekkti ég eina enn verri í Ríó. Hún var með ....

Aukapsurning: Úr hvaða leikriti er setningin og hver er bróðir leikarans sem þar talaði?

9 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mega þeir sem vita líka svara?


"Hún var með sveskjur!"


Leikritið mun hafa verið Ó þú (frekar en Um hið sorglega, átakanlega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríiðar daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim ... sem oftast gengur undir nafninu Dularfulla hvarfið).

Leikarinn var hinn geðþekki og skeggprúði Jón Daníelsson barna- og unglingabókaþýðandi með meiru og hann er að sjálfsögðu bróðir séra Þorgríms Daníelssonar á Grenjaðarstað, sem er Húsbekkingum að góðu kunnur.

2:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þess má geta í framhjáhlaupi að þetta er einhver fyndnasta setning sem um getur í gjörvallri leikritunarsögu Hugleiks og er þó af nógu að taka.

Aðstæður voru þær að ákveðin persóna missir vitið og e-r kemur hlaupandi með þær fréttir að hún sé farin að klína rúsínum í nýju málninguna. Þá segir persóna Jóns, sem var sigldum maður mjög, þessa gullvægu setningu:

"Þó þekkti ég eina enn verri í Ríó. Hún var með sveskjur!"

2:50 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Góður Sævar,

nema þú klikkaðir á leikritinu. Þetta er altsvo úr Hvarfinu.

Og bjallan segir rzuuf!

3:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Mig grunaði það, þess vegna nefndi ég það líka til öryggis. Það koma nebbla sömu persónur fyrir í báðum verkum ... og þetta er auk þess fyrir mína tíð í leikfélaginu, svo ég tel mig samt sem áður sagnfræðilega vel upplýstan.

Meira svona quiz takk! Þetta er skemmtilegt. (Eða aknyz eins og þið blogger kjósið að kalla það).

3:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Tek undir með Sævari, svona er skemmtilegt.

Það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjar spurningar fara saman við mitt 8 mánaða tímabil sem virkur Hugleikari.

(Sé uppfærsla einþáttungsins míns talin með slær virkni mín hátt í eitt fótboltasíson, t.d. hjá knattspyrnusambandi Vhhzkkmj.)

4:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kevin Bacon

5:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

sjitt, rétt svar var komið ...
eh.. so close

5:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ohhh ég ætlaði einmitt líka að stinga upp á sveskjum,

8:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ohh!! Ég líka. Hvarfið var fyrsta leikrit sem ég lék í en þar lék ég sjónvarpsmannir Sinker ásamt því að sjá um eitthvað trúðaatriði í upphafi verksins en það var algjörlega framlag hins óútreiknanlega leikstjóra Jakobs Bjarnars. Ég var 14 ára að aldri og þetta var með leikfélagi Dalvíkur. Sem og sýndi einnig leikritið Stútungasögu sem mun einnig úr Hullarasmiðjunni. Þar lék ég þessa gr... draumkenndu...
Oh..það er nú ekki oft sem maður veit svör í svona getraunum, Djö... eða öllu heldur kslggps!

9:55 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim