föstudagur, nóvember 11, 2005

Tímamótablogg

Fyrsta myndin á bloggi Varríusar.




Og svo verð ég bara að segja að í fyrsta sinn vefst mér tunga um tönn.

Ég vil auðvitað að sem allra flestir þyrpist á Jólaævintýrið. Enda fæ ég ekki betur séð en að það verði hin óhræsislegasta skemmtan.

En stundum fæ ég kvíðakast sem gengur út á að það geti ekki verið eðlilegt að einn leikhópur skemmti sér svona vel og nái samt að gleðja áhorfendur. Svo sterk er hugmyndin um að það eigi að vera erfitt, leiðinlegt og torsótt að smíða vel lukkaða leiksýningu. Samt er ég nánast sannfærður um að við séum með gimstein í höndunum.

Allavega vill ég að sem allraflestir dæmi fyrir sig.

Miðasalan er hér

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gullfalleg auglýsing. Hver gerði hana?
?

1:34 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Hússvísskur grafíker að nafni Hallmar Freyr Þorvaldsson. Fígúrurnar tvær teiknaði nýbökuð hugleikskona að nafni Inga Rósa Loftsdóttir

Og já, falleg er hún

2:30 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim