DV er stundum óheflað bæði í efnisvali og (að manni skilst) í vinnubrögðum. En þeir mega eiga það að sögurnar sem þeir segja eru oft þær sem aðrir þegja um, og iðulega eru þær frásagnarinnar virði. Stundum finnst manni eins og heimurinn hafi verið óttalega grár og tíðindalaus áður en þeir Torfajökulsbræður tóku við blaðinu sem þá var um hríð búið að vera algerlega grímulaust áróðursrit fyrir Sjálfstæðisflokkinn og leiðinlegt eftir því.
Forsíðan í dag er gott dæmi. Aðalfréttin er eitthvað sem engum öðrum myndi finnast vera frétt. Samt segir þar frá því þegar heimsmynd hóps af fólki er umturnað í einni andrá. Heimurinn breyttist að sönnu 11. september 2001 en sennilega hafa yfirlýsingar hins fornfræga harðlínuklerks sr. Flóka Kristinssonar um tilvist jólasveinsins stærri afleiðingar fyrir unga skjólstæðinga hans.
Svo DV slær upp "Jólasveinninn er ekki til".
Prestur í barnastarfi er spurður af nemendum sínum hvort jólasveinninn sé til. Hann svarar nei. Auðvitað er það frétt - og alvörumál.
Það er svolítið gaman að því hvenær guðsmönnum þykja hlutir vera einfaldir og hvenær flóknir. Hvenær stutt og laggóð svör eru viðeigandi og hvenær þarf að þæfa og hártoga. En Varríus er heimspekimenntaður og getur þegar sá gállinn er á honum orðhenglast við hvern sem vera skal. Lítum á þetta:
1 - frumspekileg nálgunJólasveinninn er ekki til.Hvaða merkingu hefur nú þessi setning? "Jólasveinninn" er nefnilega álíka loðið hugtak og skeggið sem þeir sem bregða sér í gerfi þeirra einatt hafa.
Ætli sr. Flóki (gott nafn bæðevei) hafi meint að aldrei hafi verið á dögum maður að nafni
Nikulás frá Mýru? Það er ólíklegt, enda heimildir um tilvist hans að minnsta kosti jafn traustar og t.d. vissan fyrir því að til hafi verið maður að nafni Jesús frá Nazaret, svo við nefnum nafn af handahófi sem við vitum að sr. Flóki efast ekki um.
Það er líka almennt viðurkennt að dýrlíngur þessi sé sá sem nafnið "Santa Claus" vísar til, en það er áreiðanlega sama fyrirbærið og við tölum um sem "Jólasveininn" í eintölu.
Og þó svo að hinn tyrkneski biskup sé ekki lengur á meðal vor þá dugar það ekki til að réttlæta afneitun á tilvist hans. Einföld Wittgensteinsk tilraun sker úr um það. Prófið að taka ykkur eftirfarandi setningar í munn:
Alexander mikli er ekki tilWilliam Shakespeare er ekki tilBjarni Móhíkani er ekki tilBragðast einkennilega, ekki satt?
Það er nefnilega aldrei tekið þannig til orða um framliðið fólk að það sé "ekki til". Kannski vegna þess að kirkja sr. Flóka boðar að fólk lifi þótt það deyi. Þessvegna er í raun fráleitt að halda því fram að "Jólasveinninn sé ekki til" þar sem maðurinn, sem nafnið sannanlega vísar til, var sannanlega til.
QED.
Eða hvað? Var Flóki kannski að tala um Stekkjastaur, Stúf og þá bræður, þó svo tilvitnanir í ummælin séu í eintölu (DV er vissulega ekki frægt fyrir nákvæmni á þessu sviði)? Í hvaða skilningi eru þeir ekki til? Sennilega í sama skilningi og t.d. Njáll Þorgeirsson á Bergþórshvoli, Bakkabræður og aðrar þjóðsögulegar persónur. Það er vaninn, held ég, að gera ráð fyrir sannleikskorni í þjóðsögum, þannig að bak við þær sé einhver raunveruleiki. Við skulum ekki útiloka það að í Dölum vestur hafi fyrr á öldum verið óaldaflokkur í útilegu: matþjófar, nauðgarar og gluggagægjar. Sumir jafnvel bæklaðir eða dvergvaxnir. Og á þann skrykkjótta hátt sem þjóðsögur gera þá vísi nöfn jólasveinanna í kvæði Jóhannesar úr Kötlum í þennan flokk. Um þetta veit ég ekki neitt - og ekki sr. Flóki heldur.
Sem víkur sögunni að:
2 - þekkingarfræðilegri nálgunÉg veit að Jólasveinninn er ekki til. Klassísk skilgreining þekkingar er að þar fari "Sönn, rökstudd skoðun" og sú skilgreining nægir okkur hér.
Staðhæfing sr. Flóka um tilvist jólasveinsins byggir á því að hann telur sig vita að jólasveinninn sé ekki til. Hann telur sig væntanlega hafa allskyns rök fyrir þeirri skoðun. Hann veit um fullt af fólki sem bregður sér í gervi jólasveina, þekkir kannski af eigin raun að foreldrar eru ábyrgir fyrir því sem lendir í skónum úti í glugga. Hann hefur orð landkönnuða fyrir því að engin ummerki eru um jólasveinabyggðir í íslenskum fjöllum, auk þess sem meint langlífi þeirra samrýmist ekki því sem við vitum um lífslíkur Homo Sapiens. Hann veit að lögmál náttúruvísindanna útiloka að einn maður á hreindýrasleða geti flogið um heimsbyggðina og útdeilt jólagjöfum á einni nóttu. Hann hefur sumsé ágætis ástæður til að efast um tilvist jólasveinsins.
En
veit hann að jólasveinninn er ekki til?
Alveg áreiðanlega ekki með fullri vissu. Bæði er nú ekki útilokað að "Jólasveinninn" sé til þó allskonar fólk sé alltaf að leika "hann". Davíð Oddsson er t.d. til, þó svo líkur séu á að þegar hann sést þá sé þar á ferðinni Örn Árnason (sem ég hef hitt og veit að er til). Og svo eru lygasögur um fólk ekki vísbendingar um að það eigi sér ekki tilvist. Annars væri Hemmi Gunn líklega í vondum málum. sr. Flóki er jafnmikið til þó að mér tækist að sannfæra fullt af börnum í ameríku að hann fljúgi um á sleða sem dreginn er af átján einstæðum mæðrum eða, hverju Guð forði, Kór Langholtskirkju með Jón Stefánsson í fararbroddi með rauðan nebba.
Það getur sumsé vel huxast að megnið af því sem blessuð börnin halda
um jólasveininn sé rugl, en hann sé samt sem áður
til.Kannski finnst Flóka sönnunarbyrðin vera á þeim sem vilja halda fram tilvist jólasveinsins. Það finnst mér sanngjörn krafa, enda yrði þröngt á þingi ef við ættum að trúa á tilvist alls þess sem allskyns rugludallar hafa diktað upp. En einhvernvegin grunar mig að sr. Flóki vilji ekki arka þá braut ýkja langt að snúa sönnunarbyrðinni á þann veginn, enda er ýmislegt sem maður í hans stöðu hefur (vonandi) fyrir satt sem þvældist fyrir honum að sanna fyrir hinum vantrúuðu.
Held að allir ættu að geta verið sáttir við að vera agnostískir um tilvist jólasveinsins. Við vitum ekki til þess að hann sé til . Hverju við kjósum að trúa er síðan annað mál, og snýst um:
3 - Siðfræðilega nálgunNú vill svo vel til að sr. Flóki gerir grein fyrir því í blaðinu hvaða siðareglu hann lagði til grundvallar þegar hann "upplýsti" börnin um tilvistarskort jólasveinsins:
"Ég gat ekki hugsað mér að ljúga að börnunum"
Svo sannarlega dýrmæt siðaregla, kannski sú djúpstæðasta. Að segja satt. En vissulega ekki sú eina. "Oft má satt kyrrt liggja" er önnur, "Aðgát skal höfð í nærveru sálar" sú þriðja. Eitt af tíu bestu leikritum sem skrifað hefur verið heitir
Villiöndin og lýsir því stórslysi sem verður þegar boðberi sannleikans gerir sig heimakominn í einni barnssál.
Samband kirkjunnar og sannleikans er enda dálítið flókið mál. "Ég er sannleikurinn" sagði Kristur og opnaði þar með leiðina fyrir allskyns hundakúnstir með hugtakið sem samrýmast enganvegin hversdagslegum skilningi á því. Og þegar orð eru losuð úr sínu hversdagslega umhverfi fara þau að hegða sér einkennilega, ekki ósvipað því þegar dýr eru lokuð inni í búrum. Þau verða óútreiknanleg, og vís með að fara að ganga í hringi. Svoleiðis orð þarf að umgangast af varúð, og þar hafa málsvarar kristninnar náð aðdáunarverðum árangri, t.d. með því að víkja sér undan óþægilegum spurningum frekar en að svara þeim afdráttarlaust með fullyrðingum sem annaðhvort eru sannar eða ósannar á gegnsæjan hátt.
Hefði sr. Flóki treyst sér í svoleiðis nálgun á Jólasveininn hefði hann t.d. getað sagt, þegar hann var spurður hvort jólasveinninn sé til:
"´Ég trúi ekki á hann"
Best af öllu hefði þó verið að hann hefði sagt sannleikann og ekkert nema sannleikan, svo hjálpi honum Guð:
"Ég veit það ekki"
Börnunum liði klárlega betur, heimurinn þeirra væri fyllri af undrum og stórmerkjum en nú er - og DV hefði getað stillt sig um að gera okkur öll að lærisveinum sr. Flóka með flennifyrirsögninni í dag.
Að lokum skulum við öll sameinast í kvæðinu sem Loudon Wainwright III orti af álíka tilefni:
ConspiraciesWe don't believe in You-Know-Who
but we don't let the kids know it.
We're parents, we're grownups
there's a line, we have to tow it.
But we're part of a conspiracy
about this bearded big fat guy.
Who is'nt real, who never lived
Who's old, but doesn't die
We went to the department store,
we climbed down on that limb.
Told the kids that it was You-Know-Who,
we said that bum was him
Then we placed them on his knee
- to me the knee seemed rather bony
Happily they sat there though,
chatting with that phony.
Told the kids we could provide the proof
- the deceit! how I hate it!
We put out the milk and cookies
yes I admit I drank and ate it.
Then that fib about the North Pole
As if any elves could live there.
We helped to write and send that letter
knowing full well it went nowhere.
You-Know-Who comes down the chimney
How could such a fat man fit?
The whole thing is preposterous
Yet we get kids to buy it.
We have no shame, the lies pile up.
You'd think at least we would balk
when we sing of red-nosed reindeer
and snowmen who dance and talk.
Well it's just a harmless story
Some farytale, some christmas fun.
Not unlike that other theory
The one about God's son.
Where angels talk to shepheards,
Wise men troop after a star,
and a virgin has a baby -
boy, that's fetched pretty far.
But we adults buy that conspiracy
We tow and swallow that old line
Disappearing milk and cookies -
What about that bread and wine?
It's enough to make you hesitate
It's enough to give you pause.
Perhaps it's just as crucial
kids believe in You-Know-Who