miðvikudagur, desember 14, 2005

Lánið leikur...

... við hljóðfærin mín. Þau forframast hvert á fætur öðru. Fyrsti maður til að spila á Cajóninn minn nýja opinberlega reyndist vera sjálfur meistari Sigtryggur Baldursson, en kassinn hans sat fastur í gámi úti í heimi og Jónsgeirs var upptekinn í Jólaævintýrinu.

Og á mánudaxkvöldið var í fyrsta sinn leikið á mitt glæsilega Orgelharmóníum eftir að það flutti hingað suður. Ætluðum reyndar að nota það í sýningunni, en það reyndist örlítið of lágt í pitchi og því lætur það sér nægja að prýða sviðið sjónrænt meðan leikið er á gamla ferðaorgelið hans Hugleix.

Tónhæðin truflaði hinsvegar ekki gjörningafólkið sem fékk að spila á minn fýsibelg í listsköpun sinni. Vona að Bibbi forláti þessi helgispjöll, en mig grunar að framferði listaspíranna hafi ekki verið honum allskostar að skapi.

Litlu munaði svo fyrir ári síðan að Víagraóbóið fengi að spila með sinfóníuhljómsveit áhugamanna, en Sverrir "Tríóla" átti einmitt að blása í slíkt hljóðfæri þar og fékk mitt léð til æfinga um tíma.

Þetta er nú allt skemmtilegt, þó ekkert af þessu hafi ég heyrt.

Var byrjaður á glefsnum langhundi um uppskrúfaðan aulaskap Sinfóníunnar í kringum KB-bankakonsertinn en svo eru of margir búnir að skrifa um málið til að ég nenni því. Er bara fúll í einrúmi. Skamm krakkar!

Nenni heldur ekki að hafa afdráttarlausa skoðun á fegurðarsamkeppnum*, umfram það sjálfsagða réttlætismál að úr því að "við" höfum nú unnið misswörld þrisvar þá fáum "við" titilinn til eignar.

KB-banki gæti síðan úthlutað honum árlega til þeirra sem hann hefur velþóknun á.

Dýrð og friður!

*Öppdeit: Ástæðan fyrir því að ég hafði ekki skoðun var að Ármann Jakobsson var með hana.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim