Leiklist er eins og gítarsóló...
... fídbakk er ómissandi.
Enn eru að berast viðbrögð við Jólaævintýrinu.
Hér rignir gullhömrum frá Silju Aðalsteins og svo er víst von á umsögn Jónasar Sen um tónlistina í Mogganum. Þá hvíslaði lítill fugl því að Þorgerður í Víðsjá myndi segja kost og löst á okkur á sínum stað upp úr fimm.
Og svo eru það bloggin. Hildigunnur Rúnarsdóttir segir þetta og eftir frumsýningu hafði Eva þessi orð. Eitthvað fórum við svo í velsæmið á þessum gesti.
En gaman að þessari athygli allrisaman.
Fjórar sýningar eftir. Komaso....
Öppdeit: Hér vitnar hrifinn gestur, hér talar tilvonandi liðsauki og svo er það Víðsjá
Og enn öppdeit: hér erum við í Stundinni okkar.
Og aftur: Ekki má svo gleyma hinum þingeyska Skarpi sem ræsti út stórleikarann, dönskukennarann og öðlinginn Ingimund Jónsson sem skrifaði síðan þennan líka stórfína dóm.
Enn eru að berast viðbrögð við Jólaævintýrinu.
Hér rignir gullhömrum frá Silju Aðalsteins og svo er víst von á umsögn Jónasar Sen um tónlistina í Mogganum. Þá hvíslaði lítill fugl því að Þorgerður í Víðsjá myndi segja kost og löst á okkur á sínum stað upp úr fimm.
Og svo eru það bloggin. Hildigunnur Rúnarsdóttir segir þetta og eftir frumsýningu hafði Eva þessi orð. Eitthvað fórum við svo í velsæmið á þessum gesti.
En gaman að þessari athygli allrisaman.
Fjórar sýningar eftir. Komaso....
Öppdeit: Hér vitnar hrifinn gestur, hér talar tilvonandi liðsauki og svo er það Víðsjá
Og enn öppdeit: hér erum við í Stundinni okkar.
Og aftur: Ekki má svo gleyma hinum þingeyska Skarpi sem ræsti út stórleikarann, dönskukennarann og öðlinginn Ingimund Jónsson sem skrifaði síðan þennan líka stórfína dóm.
7 Ummæli:
Dónaskapur, já. Menn eitthvað að missa sig í mjúka manninn svona fyrir jólin?
Ég hef verið að gera það upp við mig hvort ég eigi eitthvað að ranta yfir hneykslun í okkar garð en held ég láti þetta nægja: Barnafólkið sem ég hef platað á sýninguna hafði ekkert út á málfarið að setja og virtist ekki telja að börnum þeirra yrði sérstaklega meint af. Held að við séum ekki að spilla vorri æsku neitt svakalega.
Fóðurbak er ómissandi! Til hamingju með jóla-týrið Toggi og aðrir Hugleikarar. Börnin mín þrjú skemmtu sér konunglega, sem og foreldrarnir
eru þetta ekki bara aumingjar?
Kæra Kapítóla
Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar óska ég þér til hamingju með að vera svona svakalega sæt. Öll þjóðin samgleðst þér jafnframt yfir að eiga svona góðan mann.
Með ást og virðingu
Halldór Ásgrímsson
Það kannski segir meira um íslenska þjóð í dag að menn geta kvartað yfir því þegar dónó og blót birtast undir rós, en kippa sér ekkert upp við kvenfyrirlitninguna.
Þær fréttir bárust mér úr öðru leikhúsi að verið væri að setja upp krassandi klámvædda sýningu og allur viðbjóðurinn gúteraður af þátttakendum ... þar til kom að því að reykja. Þá var uppreisn. Svo það er misjafnt hvar teprumörkin liggja.
Það breytir hins vegar ekki því að þið eruð klámhundar og sorakjaftar.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim