Kyrrt um hríð
... skemmtilegt millibilsástand hjá Varríusi þessa dagana. Jólaævintýrið mallar vandræðalaust, ekki búið að fitja upp á neinum verkefnum öðrum og allt bendir til að jólin komi án þess að það þurfi neitt stórátak til.
það er langt síðan svona tími hefur komið, einatt verið stokkið beint úr einu rit- eða leikstjórnarverkefninu í annað. Ekki það að það eru ýmsar hugmyndir í eternum og þess verður sennilega ekki langt að bíða að aftur verið stokkið af stað. En er á meðan er...
Og svo gerist það að þegar álagið minnkar þá dregur maður sig líka til baka á öðrum vettvangi. Hefði til dæmis átt að druslast í leikhús í gærkveldi. Missti af Frelsi og mun áreiðanlega missa af fleiri möstsíum næstu vikurnar.
Skíttmeðað. Les þá bara Biblíuna í staðin. Reyndar er það annað sem ég er búinn að trassa og tókst ekki að komast af stað með um helgina.
það er langt síðan svona tími hefur komið, einatt verið stokkið beint úr einu rit- eða leikstjórnarverkefninu í annað. Ekki það að það eru ýmsar hugmyndir í eternum og þess verður sennilega ekki langt að bíða að aftur verið stokkið af stað. En er á meðan er...
Og svo gerist það að þegar álagið minnkar þá dregur maður sig líka til baka á öðrum vettvangi. Hefði til dæmis átt að druslast í leikhús í gærkveldi. Missti af Frelsi og mun áreiðanlega missa af fleiri möstsíum næstu vikurnar.
Skíttmeðað. Les þá bara Biblíuna í staðin. Reyndar er það annað sem ég er búinn að trassa og tókst ekki að komast af stað með um helgina.
1 Ummæli:
Ólyginn sagði mér að leikmynd Frelsis væri geymd en ekki gleymd ef ske kynni ... (gaman að geyma allt krítarkrotið á veggjunum). Það er auðvitað möstsí ef ... ekki síst fyrir góðkunningja Hrundar.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim