Já hamingjan...
Fór í gær á Hina endanlegu hamingju. Sór hún sig í ætt við fyrri heimabrenndar sýningar Hafnfirðinga, leikur með form og rými, daður við áhorfendur og viðfangsefnið eilífðarmálin.
Það gladdi mig mjög hvað áreiti við áhorfendur var lítið, kom mér reyndar á óvart. Eins fannst mér leikskáldið Lárus hafa skemmtilega þroskuð tök á óhefðbundnu og ólínulegu forminu sem hann velur sér. Held meira að segja að hann hefði að ósekju átt að treysta okkur betur og sleppa nokkrum ofskýringarreplikkum í fyrri hlutanum, sem virtust eiga að hjálpa okkur að skilja hvernig flassbökkin virkuðu. En prik fyrir tvistin í lokin, vel útfærð og virka. Eins er sviðssetningin snurðulaus og umgjörðin jafn nosturslega rétt og maður er farinn að gera ráð fyrir hjá Hafnfirðingum þegar þessi gállinn er á þeim.
Leikritunin er sumsé lipur hjá Lalla, en fyrir vikið saknar maður aðeins meira kets í pottinum. Úr því verið er að leiða okkur inn í launhelgar sértrúarsafnaðar þá hefði verið gaman að trúarsetningar hans væru áhugaverðari/skrítnari/pervertískari, en ekki bara svolítið eins og fúndamentalísk kristni í frímúraraumbúðum. Og eins hefði, úr því verið var að rekja æfi Freysteins, mátt láta feril hans vera aðeins skrykkjóttari, láta hann efast solítið, láta hann missa statusinn oftar. Hinar litlu upreisnir sem við sjáum eru óþarflega smávægilegar og auðbældar. Þar spila líka inní kostir og gallar aðalleikarans.
Halldóri er nefnilega enginn greiði gerður með að fá að leika status 10 heila sýningu út í gegn. Það er honum of eiginlegt og leikurum af þessu kalíbieri verður að ögra. Ég held mér hafi tekist það í Jónsmessunæturdraumi og Gunnari Birni tókst það svo sannarlega í hinum frábæra Kontrabassa. Ég er líka viss um að Lárus hefði náð fram fleiri blæbrigðum hjá Tolla ef handritið hefði boðið upp á það. En fyrir vikið fer aðalleikarinn eiginlega of létt með hlutverkið, svo undarlega sem það nú hljómar.
Leikhópurinn er annars giska köflóttur að reynslu og getu, enda varð félagið fyrir myndarlegri blóðtöku eftir síðasta leikár og eins og nú tíðkast er fólk svolítið að "leika framhjá". Formið er reyndar mjög hliðhollt óvönum leikurum þar sem eiginlegur raunsæis-samleikur er í lágmarki, en allir fá sína "aríu" sem er tæknilega auðveldara að skila vel heldur en að sýna persónu í gegnum samskipti hennar við aðra.
Hin endanlega Hamingja er í rökréttu samhengi við Sölku og Þið eruð hérna en líkist samt eiginlega hvorugri þeirra. Mun þroskaðra höfundarverk, en jafnframt ekki með eins sterk nýjabrumseinkenni sem fleyttu hinum sýningunum svo djúpt inn í leikhúsminnið og raun varð á. Engu að síður eftirtektarvert og heilt yfir ánægjulegt. Takk fyrir mig.
Það gladdi mig mjög hvað áreiti við áhorfendur var lítið, kom mér reyndar á óvart. Eins fannst mér leikskáldið Lárus hafa skemmtilega þroskuð tök á óhefðbundnu og ólínulegu forminu sem hann velur sér. Held meira að segja að hann hefði að ósekju átt að treysta okkur betur og sleppa nokkrum ofskýringarreplikkum í fyrri hlutanum, sem virtust eiga að hjálpa okkur að skilja hvernig flassbökkin virkuðu. En prik fyrir tvistin í lokin, vel útfærð og virka. Eins er sviðssetningin snurðulaus og umgjörðin jafn nosturslega rétt og maður er farinn að gera ráð fyrir hjá Hafnfirðingum þegar þessi gállinn er á þeim.
Leikritunin er sumsé lipur hjá Lalla, en fyrir vikið saknar maður aðeins meira kets í pottinum. Úr því verið er að leiða okkur inn í launhelgar sértrúarsafnaðar þá hefði verið gaman að trúarsetningar hans væru áhugaverðari/skrítnari/pervertískari, en ekki bara svolítið eins og fúndamentalísk kristni í frímúraraumbúðum. Og eins hefði, úr því verið var að rekja æfi Freysteins, mátt láta feril hans vera aðeins skrykkjóttari, láta hann efast solítið, láta hann missa statusinn oftar. Hinar litlu upreisnir sem við sjáum eru óþarflega smávægilegar og auðbældar. Þar spila líka inní kostir og gallar aðalleikarans.
Halldóri er nefnilega enginn greiði gerður með að fá að leika status 10 heila sýningu út í gegn. Það er honum of eiginlegt og leikurum af þessu kalíbieri verður að ögra. Ég held mér hafi tekist það í Jónsmessunæturdraumi og Gunnari Birni tókst það svo sannarlega í hinum frábæra Kontrabassa. Ég er líka viss um að Lárus hefði náð fram fleiri blæbrigðum hjá Tolla ef handritið hefði boðið upp á það. En fyrir vikið fer aðalleikarinn eiginlega of létt með hlutverkið, svo undarlega sem það nú hljómar.
Leikhópurinn er annars giska köflóttur að reynslu og getu, enda varð félagið fyrir myndarlegri blóðtöku eftir síðasta leikár og eins og nú tíðkast er fólk svolítið að "leika framhjá". Formið er reyndar mjög hliðhollt óvönum leikurum þar sem eiginlegur raunsæis-samleikur er í lágmarki, en allir fá sína "aríu" sem er tæknilega auðveldara að skila vel heldur en að sýna persónu í gegnum samskipti hennar við aðra.
Hin endanlega Hamingja er í rökréttu samhengi við Sölku og Þið eruð hérna en líkist samt eiginlega hvorugri þeirra. Mun þroskaðra höfundarverk, en jafnframt ekki með eins sterk nýjabrumseinkenni sem fleyttu hinum sýningunum svo djúpt inn í leikhúsminnið og raun varð á. Engu að síður eftirtektarvert og heilt yfir ánægjulegt. Takk fyrir mig.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim