Nú skal ég segja þér
- varnarræða leikgerðarmanns
Ég hef að ég held skrifað þennan pistil áður, eða eitthvað honum svipað. En þar sem ég hef af klókindum mínum komið öllum fyrri bloggskrifum í fóarn óminnishegrans get ég fylgt hinni göfugu reglu. sjaldan er góð ýsa of oft freðin, og sagt þetta allt saman aftur. Enda get ég ekki frekar en aðrir endurtekið annað en það sem ég hef þegar sagt.
Ég hef sumsé löngum andæft þeirri útbreiddu og svolítið sjálfvirku skoðun að leikgerðir á skáldsögum séu annarsflokks leikbókmenntir, og þeirri óígrunduðu tuggu að slík viðfangsefni séu eitthvað séríslenskt sagnaþjóðarfyrirbrigði. Ég hef gjarnan bent á að margar eftirminnilegustu leiksýningar síðari ára séu einmitt leikgerðir, og það sé einmitt í slíkum verkum sem leikhúsið sé í essinu sínu við að prófa nýja hluti, kitla ímyndunarafl áhorfandans, skapa eitthvað frá grunni:
Birtingur • Sannar sögur af sálarlífi systra • Ormstunga • Sjálfstætt fólk • Ísbjörg • Ljós heimsins • Street of Crocodiles • Grandavegur 7 • Grimms
QED
Og hver sem sá og man eftir sjónvarpsupptökum af maraþonleikgerð Royal Shakespeare Company á Nicholas Nickelby getur gleymt því hvað þar var spennandi, lífræn og leikhúsleg stemming?
Stundum hef ég líka bent á að helstu verk Shakespeares séu leikgerðir, ýmist á tilteknum sögum eftir nafngreinda samtímahöfunda, oftast ítalska, eða þá unnin upp úr fornritum (Hamlet og Lér) eða nýlegum sagnfræðiritum (Söguleikritin).
Og nú vil ég af gefnu tilefni bæta nýrri röksemd í varnarræðu leikgerðanna:
Það er svo gaman að leikgera!
Síðustu tvö verk sem ég hef tekið þátt í að sjóða saman eru sumsé leikgerðir. Klaufar og kóngsdætur og Jólaævintýri Hugleix. Bæði hafa verið bráðskemmtileg að vinna, og þó kannski sérstaklega ævintýrið, þar sem þar gáfum við okkur mikið frelsi og svigrúm til að leika okkur með efniviðinn á handritsstigi út frá ákveðinni grunnhugmynd. Og frá eigingjörnu leikskáldasjónarmiði var það líka nær því að vera "venjuleg" leikritun þar sem handritið var ekki í meiri þróun úti á gólfi en allajafnan tíðkast með ný leikrit hjá Hugleik hvorteðer. Enginn spuni, en allar hugmyndir skoðaðar, prófaðar og innbyrtar ef þær stóðust prófið. Sjálfsögð og eðlileg vinnubrögð alltaf hreint.
Eitt af því sem ég held að valdi þessari leikgerðargleði í mér er að við þessa iðju getur maður einbeitt sér að því að vera leikritahöfundur og þarf minna að hafa áhyggjur af því að vera leikritahöfundur. Viðfangsefnin eru fyrst og fremst mál leikhússins og hvernig efninu verður best komið til skila á því. Efnið sjálft er til reiðu. Ég elska leikhús meira en skáldskap og er því frekar kátur að einhver annar sjái um skáldunina fyrir mig. Svo finnst mér líka svo gaman að vinna leikritun í hóp og leikgerðir eru alveg kjörnar í þannig vinnubrögð.
Kveikjan að því að ég fór út í að endurtaka þessa tuggu alla með síðari viðbótum er umhuxunaverður leikdómur um nýja leikgerð RSC á enn einu Dickensverkinu, Great Expectations. Þar skrifar krítíker sem hefur ígrundaðar og áhugaverðar efasemdir um leikgerðir skáldsagna, og koma þær fram í umsögn hans. Hann veifaði reyndar þessum sömu efasemdum fyrir aldarfjórðungi þegar Nicholas Nickelby var frumsýnd.
Billington er í grundvallaratriðum efins um að leikgerðir geti miðlað því sem geri merkilegar skáldsögur merkilegar. Það séu einmitt stíll, andrúmsloft, og allskyns smáatriði sem einatt fari forgörðum á leið upp á svið. Fyrir utan að það "sögulegasta" við sögu,: nefnilega milliliðalaust samtal höfundar og lesanda, hverfur úr leiknum þegar upp á svið er komið.
Jújú, allt er þetta nú gott og gilt. En líklega á þetta mismikið við um ólíkar sögur. Og það hlýtur alltaf að vera markmið leikgerara að láta verk sitt lifna á eigin forsendum og leikhússins, láta efniviðinn njóta sín með þeim kostum og göllum sem sá miðill býður uppá. Og auðvitað eru sögur misvel til leikgerðar fallnar. Þó ekki væri. Öxin og jörðin einhver?
Og hvað varðar samtalið: stundum er talað um að leikgerðir séu einmitt svo mikið "leikhús" og er þá átt við að þær séu ekki stofuleikrit, heldur furðuheimur þar sem allt getur gerst og táknmál leikhússins er nýtt til að vekja hughrif frekar en að mata áhorfandann. En það getur líka þýtt annað: Leikgerðir á sögum færa okkur nær sameiginlegum sameiginlegum rótum leiks og sagnalistar en nokkuð annað listform.
Leikgerðir segja sögu. Þær eru nær því en "hefðbundið leikhús" með sínum fjórða vegg og afskiftaleysi við áhorfendur. Og þær eru nær því en prentuð skáldsaga þar sem rithöfundurinn, sagnamaðurinn, hefur fyrir löngu vikið af sviðinu.
Í góðri leikgerð hefur leikhúsið allt brugðið sér í gerfi sögumanns. Allt gott leikhús er samsæri áhorfenda og flytjenda og hvergi er það eins meðvitað og í verkum þar sem vaðið er um tíma og rúm án þess að skeytt sé um raunsæisleg smáatriði. Hvergi er galdur leikhússins eins nakinn, eins djarflega iðkaður og í góðri leikgerð.
Það er svo gaman að leikgera - og það er svo gaman að sitja úti í sal og taka þátt í sköpuninni.
Ég hef að ég held skrifað þennan pistil áður, eða eitthvað honum svipað. En þar sem ég hef af klókindum mínum komið öllum fyrri bloggskrifum í fóarn óminnishegrans get ég fylgt hinni göfugu reglu. sjaldan er góð ýsa of oft freðin, og sagt þetta allt saman aftur. Enda get ég ekki frekar en aðrir endurtekið annað en það sem ég hef þegar sagt.
Ég hef sumsé löngum andæft þeirri útbreiddu og svolítið sjálfvirku skoðun að leikgerðir á skáldsögum séu annarsflokks leikbókmenntir, og þeirri óígrunduðu tuggu að slík viðfangsefni séu eitthvað séríslenskt sagnaþjóðarfyrirbrigði. Ég hef gjarnan bent á að margar eftirminnilegustu leiksýningar síðari ára séu einmitt leikgerðir, og það sé einmitt í slíkum verkum sem leikhúsið sé í essinu sínu við að prófa nýja hluti, kitla ímyndunarafl áhorfandans, skapa eitthvað frá grunni:
Birtingur • Sannar sögur af sálarlífi systra • Ormstunga • Sjálfstætt fólk • Ísbjörg • Ljós heimsins • Street of Crocodiles • Grandavegur 7 • Grimms
QED
Og hver sem sá og man eftir sjónvarpsupptökum af maraþonleikgerð Royal Shakespeare Company á Nicholas Nickelby getur gleymt því hvað þar var spennandi, lífræn og leikhúsleg stemming?
Stundum hef ég líka bent á að helstu verk Shakespeares séu leikgerðir, ýmist á tilteknum sögum eftir nafngreinda samtímahöfunda, oftast ítalska, eða þá unnin upp úr fornritum (Hamlet og Lér) eða nýlegum sagnfræðiritum (Söguleikritin).
Og nú vil ég af gefnu tilefni bæta nýrri röksemd í varnarræðu leikgerðanna:
Það er svo gaman að leikgera!
Síðustu tvö verk sem ég hef tekið þátt í að sjóða saman eru sumsé leikgerðir. Klaufar og kóngsdætur og Jólaævintýri Hugleix. Bæði hafa verið bráðskemmtileg að vinna, og þó kannski sérstaklega ævintýrið, þar sem þar gáfum við okkur mikið frelsi og svigrúm til að leika okkur með efniviðinn á handritsstigi út frá ákveðinni grunnhugmynd. Og frá eigingjörnu leikskáldasjónarmiði var það líka nær því að vera "venjuleg" leikritun þar sem handritið var ekki í meiri þróun úti á gólfi en allajafnan tíðkast með ný leikrit hjá Hugleik hvorteðer. Enginn spuni, en allar hugmyndir skoðaðar, prófaðar og innbyrtar ef þær stóðust prófið. Sjálfsögð og eðlileg vinnubrögð alltaf hreint.
Eitt af því sem ég held að valdi þessari leikgerðargleði í mér er að við þessa iðju getur maður einbeitt sér að því að vera leikritahöfundur og þarf minna að hafa áhyggjur af því að vera leikritahöfundur. Viðfangsefnin eru fyrst og fremst mál leikhússins og hvernig efninu verður best komið til skila á því. Efnið sjálft er til reiðu. Ég elska leikhús meira en skáldskap og er því frekar kátur að einhver annar sjái um skáldunina fyrir mig. Svo finnst mér líka svo gaman að vinna leikritun í hóp og leikgerðir eru alveg kjörnar í þannig vinnubrögð.
Kveikjan að því að ég fór út í að endurtaka þessa tuggu alla með síðari viðbótum er umhuxunaverður leikdómur um nýja leikgerð RSC á enn einu Dickensverkinu, Great Expectations. Þar skrifar krítíker sem hefur ígrundaðar og áhugaverðar efasemdir um leikgerðir skáldsagna, og koma þær fram í umsögn hans. Hann veifaði reyndar þessum sömu efasemdum fyrir aldarfjórðungi þegar Nicholas Nickelby var frumsýnd.
Billington er í grundvallaratriðum efins um að leikgerðir geti miðlað því sem geri merkilegar skáldsögur merkilegar. Það séu einmitt stíll, andrúmsloft, og allskyns smáatriði sem einatt fari forgörðum á leið upp á svið. Fyrir utan að það "sögulegasta" við sögu,: nefnilega milliliðalaust samtal höfundar og lesanda, hverfur úr leiknum þegar upp á svið er komið.
Jújú, allt er þetta nú gott og gilt. En líklega á þetta mismikið við um ólíkar sögur. Og það hlýtur alltaf að vera markmið leikgerara að láta verk sitt lifna á eigin forsendum og leikhússins, láta efniviðinn njóta sín með þeim kostum og göllum sem sá miðill býður uppá. Og auðvitað eru sögur misvel til leikgerðar fallnar. Þó ekki væri. Öxin og jörðin einhver?
Og hvað varðar samtalið: stundum er talað um að leikgerðir séu einmitt svo mikið "leikhús" og er þá átt við að þær séu ekki stofuleikrit, heldur furðuheimur þar sem allt getur gerst og táknmál leikhússins er nýtt til að vekja hughrif frekar en að mata áhorfandann. En það getur líka þýtt annað: Leikgerðir á sögum færa okkur nær sameiginlegum sameiginlegum rótum leiks og sagnalistar en nokkuð annað listform.
Leikgerðir segja sögu. Þær eru nær því en "hefðbundið leikhús" með sínum fjórða vegg og afskiftaleysi við áhorfendur. Og þær eru nær því en prentuð skáldsaga þar sem rithöfundurinn, sagnamaðurinn, hefur fyrir löngu vikið af sviðinu.
Í góðri leikgerð hefur leikhúsið allt brugðið sér í gerfi sögumanns. Allt gott leikhús er samsæri áhorfenda og flytjenda og hvergi er það eins meðvitað og í verkum þar sem vaðið er um tíma og rúm án þess að skeytt sé um raunsæisleg smáatriði. Hvergi er galdur leikhússins eins nakinn, eins djarflega iðkaður og í góðri leikgerð.
Það er svo gaman að leikgera - og það er svo gaman að sitja úti í sal og taka þátt í sköpuninni.
5 Ummæli:
heyr heyr. umræðan um aðlaganir er alltaf skemmtileg.
auðvitað má maður leikgera, og um að gera. fólk þarf bara að átta sig á hvað efni er misvel fallið til slíks eins og þú bendir á.
Og svo er ekki síst skemmtilegt þegar það text að gera góða sýningu úr ólíklegu efni. Og andstyggilegt þegar vænlegu stöffi er klúðrað.
Og ef fólk er í kommentastuði væri gaman að sjá hugmyndir að spennandi leikgerðarverkefnum.
Jahá... mér finnst ekki viðeigandi að skrifa ritgerðir á annarra manna bloggsíður... en bara til að leggja eitthvað til málanna þá er ég alltaf að spá í að gera óperu upp úr Svartfugli eftir Gunnar Gunn t.d. Ég er ekkert mikil óperukona en mér finnst sú saga fullkomið óperumateríal og mér þætti gaman að sjá ofurdramatíska óperu í sauðalitunum.
Skemmtilegt að þú skyldir minnast á Nicholas Nickelby. Var einmitt í vikunni að rifja upp þá stórkostlegu útsendingu sem ég sat skælandi yfir einhver jólin í barnæsku. Sérstaklega eftirminnileg var hin tragíska persóna Smike sem ég uppgötvaði að var leikinn af leikara sem (löngu) síðar varð áberandi í næstum eins tragísku en talsvert fyndara hlutverki sem hinn ofurölvi Frank Gallagher í Shameless. Fannst þetta fyndin uppgötvun og varð að deila.
Hef hins vegar lítið til umræðunnar um leikgerðir að leggja.
David Threlfall heitir maðurinn sem brilleraði svo eftirminnilega í hlutverki Smike. Sjálfur man ég síðan eftir honum í litlu hlutverki í Patriot Games
Bacontala: 2
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim