Meistarinn gerir stykkin sín
Fyrsta platan eftir slysið er John Wesley Harding (1967). Hana þekkti ég ekki neitt, fyrir utan þessi tvö lög sem allir þekkja í ábreiðuversjónum, I'll be your baby tonight og All along the Watchtower.
Platann hitti mig í hjartastað. Einfaldleikinn (aðeins þrír meðleikarar), beinskeyttir textarnir og lagsmíðastíllinn. Minnti mig öðrum plötum fremur á fyrstu dylanplötuna sem ég hlustaði á, The Times they are a-changin' (1964). Yrkisefnin eru á köflum myrk og gamlatestamentisleg, og/en Það er eitthvað magnað þarna á ferðinni. Einhver góður maður er búinn að demba lögunum öllum á Youtube (engin vídeó, bara hljóð, sem betur fer). Dæmið sjálf:
John Wesley Harding - Þetta ættu nú Megasaraðdáendur að kannast við.
As I went out one morning
I dreamed I saw St. Augustine
All along the watchtower - Finnst einhverjum í alvörunni Hendrix bæta einhverju með súbstans við þetta? Mörg af mínum uppáhaldsdylanlögum eru í þessum myrka spámannsanda: The man in the long black coat, One more cup of coffee, changing of the guards...
Ballad of Frankie Lee and Judas Priest
Drifter's Escape
Dear Landlord
I am a Lonesome Hobo
I pity the poor Immigrant
The Wicked Messenger
Down along the Cove
I'll be your baby tonight
En ef naumhyggjan á John Wesley Harding heillar þá var þrillið þeim mun meira að uppgötva meistarastykki sem enginn minnist nokkurntíman á. Sem er óskiljanlegt. Planet Waves (1974) er ekkert minna en stórkostleg. Hápunkturinn á samstarfi Dylans við The Band með sínu afslappaða en áhrifaríka grúvi. Magnað bara. Engir hittarar, ekkert sem allir þekkja, bara snilld, jafnt og þétt.
On a Night like this
Going, going, gone
Tough Mama
Hazel
Something there is about you
Forever Young
Forever Young (continued)
Dylan fékk víst einhver komment á að fyrri útgáfan væri fullvæmin (hann samdi lagið fyrir krakkana sína) og Bandmenn þurftu að berjast fyrir að sú útgáfa færi á plötuna. Málamiðlunin var að þessi seinni versjón flyti með. Sjaldgæft dæmi um að Dylan taki mark á öðru fólki, og víti til varnaðar í því sambandi)
Dirge
You Angel You
Never say goodbye
wedding song
Meistarastykki - og enginn veit það.