þriðjudagur, maí 27, 2008

Verður HM á EM?

Það skýrist á laugardaginn hvort Evrópumeistarakeppnin í fótbolta verður líka heimsmeistarakeppni.

Hinn óopinberi heimsmeistaratitill er núna í höndum Ungverja, sem náðu honum af Grikkjum um daginn. Ungverjar eru ekki á EM og því algert lykilatriði að Króatar vinni Ungverja á laugardaginn. Það verður að vera einhver spenna í þessu.

Og svo endurtek ég þá skoðun mína að KSÍ eigi að fókusera á þennan titil og beina t.d. vináttulandsleikjum sínum að þeim þjóðum sem hampa þessum langsvalasta fótboltatitli sem um getur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim