fimmtudagur, maí 08, 2008

Hálfvitatíðindi

Hálfvitar eru að vanda önnum kafnir. Í kvöld spilum við fjögur lög á NASA á ógurlegum styrktartónleikum fyrir samtökin Blátt áfram. Á laugardaginn brunum við norður og skemmtum á afmælishátíð Gamlabaux, sem að sjálfsögðu heitir Galladinner.

Í gærkveldi vorum við í plögggírnum fyrir NASAgiggið í Ísland í dag og spiluðum Fyllibyttublús. Útsendingarmeistunum Stöðvar tvö tóxt reyndar að klúðra því smá, þannig að lagið byrjar tvisvar, en engu að síður nokkuð hresst. Hér má berja dýrðina augum.

Þar fyrir utan er frjósemin með eindæmum og heill bunki af nýjum lögum að taka á sig mynd á hálfvitaverkstæðinu. Og mikið skeggrætt um hvenær næsta plata verður tekin upp. Sá tími nálgast óðum. Eins og reyndar heimsendir.

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Útsendingarmeisturum hefur einnig tekist að framkvæma tilkomumiklar sjónhverfingar, því aldrei hef ég séð fara jafn lítið fyrir Ármanni á sviði. Ég var orðinn sannfærður um að hann hefði skrópað í útsendingu þegar hann stóð allt í einu aleinn eftir eins og ráðvillt kanína upp úr hatti.

Önnur eins tilþrif á trommur hafa ekki sést síðan, uuu... einhver góður trommuleikari, var og hét.

12:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvenaer er heimsendir?

8:51 e.h.  
Blogger Varríus sagði...

Fyrir nokkrum árum var alltaf sagt þegar við áttum að keppa við Svía í handbolta að það styttist alltaf í það að við ynnum þá og felldum grýluna.

Þetta gekk eftir.

Það sama gildir um heimsendi: Við vitum ekki hvenær, en við vitum að tíminn styttist ...

9:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

En hvað ef heimsendir er búinn og er bara að fjarlægast okkur?

10:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég held að þegar heimsendir kemur, þá muni hann ekki snerta þig Ármann minn. Þú munt standa „einn eftir eins og ráðvillt kanína upp úr hatti.““

10:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já ég veit, ég missi mig alltaf í einhvern leikaraskap. En ég viðurkenni að stóru loðnu, eyrun voru aðeins of mikið...

11:52 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim