Farinn í sveitaferð
Fullur skammtur af afþreyingarleikhúsi um helgina semsagt.
Og svo verður nýjasta afurð lárviðarskálds Varríusar frumsýnt í kvöld. Mikinn skít á Þjóðleikhúströppurnar takk.
Allskonar fyrir áhugasama
Undir þetta geta líklega flestir tekið. Bush stjórnin er svo hörð að hún hikar ekki við að ljúga að samverkamönnum sínum til að fá þá með í illvirki sín. Hún er svo hörð að hún heldur úti pyntingarbúðum víða um heim. Hún er svo hörð að henni þykir ekki ómaksins vert að bregðast við fréttum af yfirvofandi náttúruhamförum í eigin landi fyrr en eftir að skaðinn er skeður.
Bush-stjórnin er hörð og mér finnst að viðhorf Bandaríkjanna hafi breyst með henni. Ég er þeirrar skoðunar að Demókratastjórn hefði ekki unnið svona og kannski engin stjórn...
Annað sem ætti að nefna er að eignaréttur er alltaf varinn með lögum, og það er í raun löggjafans að ákvarða mörk þessa eignaréttar og vernd hans og svo framvegis.Glöggir lesendur átta sig vonandi á að þrátt fyrir orsakatenginguna "þannig að" þá leiðir fyrri málsgreinina ekki af þeirri fyrri. Þó svo stjórnvöld eigi að ákvarða mörk eignaréttar þá er ekki þar með sagt að þau setji þau mörk á þann stað sem Gunnar nefnir, nefnilega að þeir sem ekki geta borgað fái ekkert vatn.
þannig ég held að fólk þurfi ekki að óttast, hvorki hér á landi né annarsstaðar að þetta sé eitt af því sem safnist bara á fárra hendur og svo verði bara skrúfað fyrir kranann hjá sumum þegar einhver hefur ekki efni á að kaupa vatn.
Halla Vilhjálmsdóttir fer frábærlega vel með þetta erfiða hlutverk [Sally Bowles], leikur, syngur og dansar geislandi af öryggi. Hún gerir hin þrjú stóru söngnúmer Sallyar algerlega að sínum og nær síðan að skila dramatísku lokaatriðinu þannig að gleymist ekki í bráð. Glæsileg frammistaða.Bara nokkuð gott semsagt, en ekki eins merkilegt og það þykist vera. Þess má svo geta í lokin að ef fólk langar að eiga þessa snilldarlegu tónlist á diski þá mælir Varríus með þessari útgáfu.
Heimild hér