Kúlufrumvarpið aftur
Þetta er auðvitað með leiðinlegri umræðuefnum, en ég ætla aðeins að halda áfram.
Í frumvarpinu stendur:
Þetta er erfitt að skilja öðruvísi en að þeir sem tóku lán til að að kaupa verðbréf (í almennu tali kölluð kúlulán) og þaðanaf vafasamari pappíra (eru afleiðusamningar ekki t.d. tæki til að taka stöðu gegn gjaldmiðlum?) eigi sama rétt á hjálp og þeir sem keyptu sér þak yfir höfuð á hefðbundinn íslenskan hátt, og tóku mark á ráðleggingum bankanna um greiðslugetu og framtíðarhorfur.
Karl Th. Birgisson virðist vera á því að þetta sé svona, og bara algerlega sanngjarnt:
Jú, myndi ég nú reyndar segja, og þeir sem keyptu afleiðusamninga og hlutabréf ættu að fá aðra og harðari meðferð en þeir sem keyptu hús.
Það er eðlilegt að kaupa hús fyrir lánsfé. Þjóðfélagið er beinlínis upp byggt þannig að langflestir geri slíkt. Hversvegna það er lagt að jöfnu við að fá lánaða peninga til að kaupa hlutabréf og afleiður er ... ja, firring.
Allavega er lágmark að þeir sem telja það augljóst að slíkt sé sambærilegt færi siðferðis- og réttlætisrök fyrir máli sínu.
En því miður eru Karl Th. og Ólína Þorvarðardóttir, sem eru þau einu sem ég hef séð mæla gjörningnum bót á netinu, of upptekin til að hreyta yfirlætisfullum ónotum í Þór Saari. Að sumu leyti að réttu. En kjarni málsins víkur.
Sem er þessi: Er réttlátt að þeir sem fengu vildarkjaralán til að kaupa hlutabréf og/eða afleiðusamninga sitji við sama borð og þeir sem keyptu sér hús og bíla?
Og svo er reyndar annað. Mér sýnist að þeir sem höfðu vit á að setja sína kúlugjörninga í einkahlutafélög sleppi algerlega.
Karl segir:
Og Ólína segir:
Sem hljómar svosem ágætlega, en þýðir væntanlega bara að þau verða gjaldþrota, eignir þeirra úr sögunni, en þeir sem nutu arðsins úr þeim hlægja alla leiðina í bankann, laus allra mála.
Að kalla svona eignarhaldsfélög "fyrirtæki" er vægast sagt villandi.
Og ef þetta er ekki svona þá hefur algerlega mistekist að koma þeim lykilupplýsingum á framfæri.
Því ég hélt að það hefði átt að reyna að gera eigendur slíkra félaga þannig ábyrga fyrir þeim að þeir yrðu EKKI lausir allra mála. Að þeir sem létu einkahlutafélögin sín taka kúlulán til hlutabréfakaupa, innleystu arð og seldu jafnvel bréfin með hagnaði sem rann til eigendenna yrðu látnir greiða til baka.
Það hefði ég kallað réttlæti. En málsvarar Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokksins, virðast helst vilja að hætt verði að spyrja spurninga um þessa ráðstöfun. Ólína hefur lokað fyrir athugasemdir, Herðubreið býður ekki upp á svoleiðis.
Og þögn Vinstri Grænna er undarleg. Sem og áhugaleysi fjölmiðla.
Í frumvarpinu stendur:
"Hugtakið lánssamningur í lögunum skal skilgreint rúmt þannig að það taki allra samninga sem leiða af sér fjárskuldbindingu, þ.m.t. skuldbindingar vegna útgáfu verðbréfa og afleiðusamninga."Leturbreyting Varríusar
Þetta er erfitt að skilja öðruvísi en að þeir sem tóku lán til að að kaupa verðbréf (í almennu tali kölluð kúlulán) og þaðanaf vafasamari pappíra (eru afleiðusamningar ekki t.d. tæki til að taka stöðu gegn gjaldmiðlum?) eigi sama rétt á hjálp og þeir sem keyptu sér þak yfir höfuð á hefðbundinn íslenskan hátt, og tóku mark á ráðleggingum bankanna um greiðslugetu og framtíðarhorfur.
Karl Th. Birgisson virðist vera á því að þetta sé svona, og bara algerlega sanngjarnt:
"En skiptir máli hvernig til skuldanna var stofnað? Hvort það var til að kaupa íbúð, hús, jörð, hlutabréf, Porsche eða afleiðusamninga?
Nei."
Jú, myndi ég nú reyndar segja, og þeir sem keyptu afleiðusamninga og hlutabréf ættu að fá aðra og harðari meðferð en þeir sem keyptu hús.
Það er eðlilegt að kaupa hús fyrir lánsfé. Þjóðfélagið er beinlínis upp byggt þannig að langflestir geri slíkt. Hversvegna það er lagt að jöfnu við að fá lánaða peninga til að kaupa hlutabréf og afleiður er ... ja, firring.
Allavega er lágmark að þeir sem telja það augljóst að slíkt sé sambærilegt færi siðferðis- og réttlætisrök fyrir máli sínu.
En því miður eru Karl Th. og Ólína Þorvarðardóttir, sem eru þau einu sem ég hef séð mæla gjörningnum bót á netinu, of upptekin til að hreyta yfirlætisfullum ónotum í Þór Saari. Að sumu leyti að réttu. En kjarni málsins víkur.
Sem er þessi: Er réttlátt að þeir sem fengu vildarkjaralán til að kaupa hlutabréf og/eða afleiðusamninga sitji við sama borð og þeir sem keyptu sér hús og bíla?
Og svo er reyndar annað. Mér sýnist að þeir sem höfðu vit á að setja sína kúlugjörninga í einkahlutafélög sleppi algerlega.
Karl segir:
"Fyrirtæki, sem stunduðu bara brask og hafa enga aðra starfsemi, fara lóðbeint á hausinn."
Og Ólína segir:
"Þá eru lögin alveg skýr um það að eignarhaldsfélög sem stofnuð voru um kaup á hlutabréfum koma ekki til greina í sértæka skuldaðlögun. Þau eru algjörlega útilokuð frá þessu úrræði þar sem þau teljast ekki lífvænleg fyrirtæki í skilningi laganna heldur félög með fallnar forsendur."
Sem hljómar svosem ágætlega, en þýðir væntanlega bara að þau verða gjaldþrota, eignir þeirra úr sögunni, en þeir sem nutu arðsins úr þeim hlægja alla leiðina í bankann, laus allra mála.
Að kalla svona eignarhaldsfélög "fyrirtæki" er vægast sagt villandi.
Og ef þetta er ekki svona þá hefur algerlega mistekist að koma þeim lykilupplýsingum á framfæri.
Því ég hélt að það hefði átt að reyna að gera eigendur slíkra félaga þannig ábyrga fyrir þeim að þeir yrðu EKKI lausir allra mála. Að þeir sem létu einkahlutafélögin sín taka kúlulán til hlutabréfakaupa, innleystu arð og seldu jafnvel bréfin með hagnaði sem rann til eigendenna yrðu látnir greiða til baka.
Það hefði ég kallað réttlæti. En málsvarar Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokksins, virðast helst vilja að hætt verði að spyrja spurninga um þessa ráðstöfun. Ólína hefur lokað fyrir athugasemdir, Herðubreið býður ekki upp á svoleiðis.
Og þögn Vinstri Grænna er undarleg. Sem og áhugaleysi fjölmiðla.