Réttlæti - lúxus
Ég vona að það sé misskilningur, en ég hef óþægilega á tilfinningunni að eini maðurinn sem segi almennilega satt um lánalagfæringalögin nýju sé Pétur Blöndal. Þór Saari sennilega að mála skrattann of sterkum litum. Árni félagsmála reynir að komast hjá því að skýra málið í eitt skipti fyrir öll (og er óðum að sólunda því pólitíska kapitali sem hann vann sér inn með skömmum sínum á ASÍ-þinginu). En Pétur sér ekki betur en það sé hið besta mál að lánin auðveldi Kúlulánahöfum lífið eins og öðrum.
Þeir þurfa reyndar að tapa glæsihúsum sínum og hluta bílaflotans (nema þeim takist að koma einhverju undan með bellibrögðum). En nær þeim á ekki að ganga. Og ótækt ef þeir þurfa að komast í skuld við skattmann út af afskriftunum.
Svo sagði Pétur í útvarpinu áðan eitthvað á þá leið að svo gætu menn haft ólíkar skoðanir á því hvort hér væri réttlætinu fullnægt.
Já, og hann teldi að engir væru betur til þess fallnir en bankarnir að líta eftir misnotkun á kerfinu.
Síðari staðhæfingin er náttúrulega fyrst og fremst fyndin í ljósi þess að
a: stór hluti þeirra sem munu þurfa þessa fyrirgreiðslu eru starfsmenn bankanna
og
b: er eitthvað sérstakt sem bendir til þess akkúrat þessi árin að bankarnir séu trausts verðir?
Fyrri staðhæfingin er hinsvegar alvarlegra mál. Í henni kristallast sú kunnuglega afstaða stjórnmálamanna af hægri- og hentistefnuvængnum að réttlæti sé ekki markvert leiðarljós eða viðfangsefni valdsmanna. Meira svona málefni til að ræða sín á milli á málfundum, í heitapottinum, eða í versta falli meðan maður grillar á kvöldin. Allavega alls ekki eitthvað sem á að leggja til grundvallar pólitískum ákvörðunum. Þar ráða hagsmunir, krónur og aurar öllu.
Því miður sýnist mér að um þetta hafi allur þingheimur verið sammála Pétri, að undanteknum Þór Saari.
Pétur bara sá eini sem er nógu sanntrúaður til að segja blákalt frá.
En mér finnst:
Það að vera núna í vondum fjárhagskröggum vegna húsnæðis- og bílalána sem virtust viðráðanleg við ástand sem allir kepptust við að segja okkur að væri eðlilegt, en hefur núna umhverfst er EÐLISÓLÍKT því að hafa þegið risastór lán án tryggra veða til að græða á ástandinu. Ástandi sem n.b. þeir sem fengu og veittu viðkomandi lán vissu (eða áttu að vita) manna best að væri óeðlilegt.
Þetta fólk eru þjófar. Þeir sem skuldsettu sig í botn af flottræfilshætti eru aular. Þeir sem skuldsettu sig skynsamlega en eru engu að síður í vanda eru fórnarlömb. Á þessu er munur og á þessu á að taka á ólíkan hátt. Það er réttlátt og réttlætið er eitt af grundvallargæðum samfélags og þarf að stýra ákvörðunum. Ekki skeggræðast til skemmtunar yfir grillinu.
Þeir þurfa reyndar að tapa glæsihúsum sínum og hluta bílaflotans (nema þeim takist að koma einhverju undan með bellibrögðum). En nær þeim á ekki að ganga. Og ótækt ef þeir þurfa að komast í skuld við skattmann út af afskriftunum.
Svo sagði Pétur í útvarpinu áðan eitthvað á þá leið að svo gætu menn haft ólíkar skoðanir á því hvort hér væri réttlætinu fullnægt.
Já, og hann teldi að engir væru betur til þess fallnir en bankarnir að líta eftir misnotkun á kerfinu.
Síðari staðhæfingin er náttúrulega fyrst og fremst fyndin í ljósi þess að
a: stór hluti þeirra sem munu þurfa þessa fyrirgreiðslu eru starfsmenn bankanna
og
b: er eitthvað sérstakt sem bendir til þess akkúrat þessi árin að bankarnir séu trausts verðir?
Fyrri staðhæfingin er hinsvegar alvarlegra mál. Í henni kristallast sú kunnuglega afstaða stjórnmálamanna af hægri- og hentistefnuvængnum að réttlæti sé ekki markvert leiðarljós eða viðfangsefni valdsmanna. Meira svona málefni til að ræða sín á milli á málfundum, í heitapottinum, eða í versta falli meðan maður grillar á kvöldin. Allavega alls ekki eitthvað sem á að leggja til grundvallar pólitískum ákvörðunum. Þar ráða hagsmunir, krónur og aurar öllu.
Því miður sýnist mér að um þetta hafi allur þingheimur verið sammála Pétri, að undanteknum Þór Saari.
Pétur bara sá eini sem er nógu sanntrúaður til að segja blákalt frá.
En mér finnst:
Það að vera núna í vondum fjárhagskröggum vegna húsnæðis- og bílalána sem virtust viðráðanleg við ástand sem allir kepptust við að segja okkur að væri eðlilegt, en hefur núna umhverfst er EÐLISÓLÍKT því að hafa þegið risastór lán án tryggra veða til að græða á ástandinu. Ástandi sem n.b. þeir sem fengu og veittu viðkomandi lán vissu (eða áttu að vita) manna best að væri óeðlilegt.
Þetta fólk eru þjófar. Þeir sem skuldsettu sig í botn af flottræfilshætti eru aular. Þeir sem skuldsettu sig skynsamlega en eru engu að síður í vanda eru fórnarlömb. Á þessu er munur og á þessu á að taka á ólíkan hátt. Það er réttlátt og réttlætið er eitt af grundvallargæðum samfélags og þarf að stýra ákvörðunum. Ekki skeggræðast til skemmtunar yfir grillinu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim