laugardagur, október 24, 2009

Sjálfsagðir hlutir

Gáfaður vitleysingur á Húsavík á einu sinni að hafa sagt: "Maður þarf ekki að kaupa plötu með Deep Purple, maður veit að hún er góð". Að sama skapi finnst mér ég ekkert þurfa að fara á Brennuvargana í Þjóðleikhúsinu. Las leikritið fyrir mörgum árum og finnst það snjallt. Það sem það segir um hugarfarið sem leiddi okkur að hruninu er algerlega augljóst og rúmast í stuttri málsgrein um efni verksins.

Dómar hafa birst. Hér ritar María Kristjánsdóttir, sem er flutt úr móunum út í eyju. Og Jón Viðar segir þetta í DV.

Þá virðist nokkrum bloggurum hafa verið boðið á aðra sýningu í von um umfjöllun, og þeir hafðir saman á 16. bekk, ef marka má frásögn þeirra Soffíu og Páls. Þangað heyrðu þau bæði í hvíslaranum, og óneitanlega er það frekar skammarlegt í sjálfu Þjóðleikhúsinu, þó svo hljómburðurinn sé greinilega til fyrirmyndar.

Mig grunar að það sé rétt hjá Páli að þó skírskotun verksins sé augljós (og kannski einmitt þessvegna) þá sé tími þess sem áhugaverðs innleggs í umræðuna liðinn. Efast um að ég drulli mér í leikhús að þessu sinni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim