Gjugg í borg
Hvað þá tvö.
það skiptir hins vegar máli hvað menn skilja eftir sig. Nokkur nýleg dæmi um mannvirki sem vöktu hneykslan og þus á sínum tíma en eru eftir á að hyggja sennilega hið besta mál:
Hæstaréttarhúsið
Ráðhúsið
Hringbrautarfærslan
Perlan er hinsvegar krípí með afbrigðum. Sérstaklega að koma inn í hana.
Ég er svolítið á línu borgarstjórans um LHÍ-húsið. Frábært og nauðsynlegt að hafa skólann í miðborginni, eða í göngufæri við hana, en við Laugaveg held ég að hann njóti sín aldrei.
Laugavegurinn er eins og hann er. Svona hús mun aldrei njóta sín þar, og kaffæra hin. Það er mín tilfinning - sem gæti vel verið röng. Var t.d. viss um að Hæstaréttarhúsið væri fáviskan í koparbrynju.
Villuljósið um 19. aldar götumynd skekkir svo alla umræðu. Sama má segja um vanstillingarviðbrögð við hlutlausri yfirlýsingu fulltrúa F-listans í skipulaxráði.
Það skiptir engu máli hver er borgarstjóri. En að skiptir máli hvað stendur við Laugaveg.
Hvað með reitinn þar sem Leiklistarskólinn er núna? Eða þá vestur á Granda, þar sem uppbygging er í burðarliðnum? Gæti vestasti Vesturbærinn orðið Jordaan-hverfi Reykjavíkur? Eða jafnvel Uzupis.