þriðjudagur, júlí 29, 2008

Gjugg í borg

Það skiptir auðvitað minnstu máli hver er borgarstjóri. Fjögur ár eru ekki langur tími í lífi borgar, ekki einu sinni ungborgar eins og Reykjavíkur.

Hvað þá tvö.

það skiptir hins vegar máli hvað menn skilja eftir sig. Nokkur nýleg dæmi um mannvirki sem vöktu hneykslan og þus á sínum tíma en eru eftir á að hyggja sennilega hið besta mál:

Hæstaréttarhúsið
Ráðhúsið
Hringbrautarfærslan

Perlan er hinsvegar krípí með afbrigðum. Sérstaklega að koma inn í hana.

Ég er svolítið á línu borgarstjórans um LHÍ-húsið. Frábært og nauðsynlegt að hafa skólann í miðborginni, eða í göngufæri við hana, en við Laugaveg held ég að hann njóti sín aldrei.

Laugavegurinn er eins og hann er. Svona hús mun aldrei njóta sín þar, og kaffæra hin. Það er mín tilfinning - sem gæti vel verið röng. Var t.d. viss um að Hæstaréttarhúsið væri fáviskan í koparbrynju.

Villuljósið um 19. aldar götumynd skekkir svo alla umræðu. Sama má segja um vanstillingarviðbrögð við hlutlausri yfirlýsingu fulltrúa F-listans í skipulaxráði.

Það skiptir engu máli hver er borgarstjóri. En að skiptir máli hvað stendur við Laugaveg.

Hvað með reitinn þar sem Leiklistarskólinn er núna? Eða þá vestur á Granda, þar sem uppbygging er í burðarliðnum? Gæti vestasti Vesturbærinn orðið Jordaan-hverfi Reykjavíkur? Eða jafnvel Uzupis.

3 Ummæli:

Blogger Ásta sagði...

Ég sæi listaháskólafólkið í anda flykkjast út á Granda. Er hrædd um að Lauganesið fengi á sig mun fegurri blæ í kjölfarið.

3:54 e.h.  
Blogger Ásdís sagði...

mikið er ég sammála... af hverju að fara skólann við laugaveg... það er bara fáránlegt !!! þetta er risa stór skóli ef allar deildir eiga að vera þarna með öllu því plássi sem þarf fyrir listnema að athafna sig hvort sem það er mynlist tónlist eð leiklist... nálægt miðbænum er fín hugmynd ... en ekki laugarvegur... þó að þá verði stutt á kaffihúsin fyrir listaspírurnar

10:46 e.h.  
Blogger Sigga Lára sagði...

Já. Ég vil sjá gríðarlega uppbyggingu Westast í Westurbænum. Til að íbúðinn mín hækki nú sem rækilegast í verðinu áður en hún verður of lítil fyrir mig og mína. Gott væri ef andvirðið dygi fyrir góðum kastala á Hallormsstað eða í Eyjafirði.

Í skipulaxmálum miðborgar hefi ég stefnu eiginhaxmuna að leiðarljósi. Mér finnst setningin um nítjándualdargötumyndina kjánaleg. Ég efast um að Laugavegurinn hafi litið eins út alla nítjándu öldina. Eða einu sinni sérstaklega vel.

Og nú er hann meira og minna í eyði. Ég geng hann aldrei ef ég kemst hjá því og er að verða meira sama með hverri vikunni um hvað stendur við hann.

9:54 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim