fimmtudagur, júlí 03, 2008

Ógeð

Það verður forvitnilegt að sjá og heyra fréttir í kvöld.

Hrista fréttastofurnar af sér slyðruorðið í vesældarlegri umfjöllun sinni um mál Keníumannsins, sem virðist útfrá þeim upplýsingum sem komið hafa fram vera dæmi um fádæma mannvonsku, illvilja og það sem lesendur Douglas Adams myndu skilgreina sem Vogonsku?

Mun eitthvað koma fram hjá þeim sem um málið hafa vélað sem réttlætir ofangreint?

Miðað við þær rýru upplýsingar sem fram hafa komið er þetta ljótasta mannvonskuverk stjórnvalda, amk síðan Falun Gong hneykslið.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu að tala um þennan?

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/1999/06/05/ofug_ahrif_auglysinga/

Ég hélt að menn þyrftu nú að samþykkja auglýsingar áður en þær fara í loftið! Hvað vitleysa er þetta? Eða var ... fyrir 9 árum.

Afsakaðu annars að ég skuli blanda þessum kjánagangi saman við svo grafalvarlegt mál. Var bara að gúgla fréttir af hinum og fann ekkert. Bara þetta.

12:22 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Ég man eftir þessu máli - las um það í einhverju bransavefriti þegar það kom upp. Hálfvitar þarna á ferð.

Og kemur þessu máli vissulega ekkert við.

9:41 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim