mánudagur, mars 24, 2008

Fyrst þú símatólið ...

Tvennir magnaðir hálfvitatónleikar að baki, Skjólbrekka í Mývatnssveit og Græni Hatturinn á Akureyri. Afleysingatrommarinn Gunni Illugi aldeilis að halda sér. Rosagaman.

Dásamlegt að koma heim í gærkveldi, beint i páskalambið. Og leggjast svo upp i sófa og horfa á Foreldra. Þá fór helgin reyndar aðeins að dala.

Hversvegna hefur enginn komið auga á hvað þetta er mikið slappari mynd en Börn? Eða er Vesturport kannski bara gagnrýnistikkfrí? (Sá hina afleitu Kommúnu í síðustu viku. Sumir hafa haldið því fram að þar sé vel gert).

Mun verri leikur á flestum póstum í Foreldrum en Börnum. Óljós persónusköpun hjá leikurum, handritshöfundum og leikstjóra. Svarthvíta tilgerðin enn átakanlegri en í þeirri fyrri. Sögurnar bláþráðóttari og óáhugaverðari. Afgangur.

Og hvað er þetta með að viðurkenna ekki tilvist GSM-síma sem part af raunveruleikanum? Þegar 11 ára drengur kemur á vinnustað móður sinnar að leita að henni, hversu skrítinn þarftu að vera til að spyrja ekki fyrst:

"Ertu búinn að prófa að hringja í hana?".

Hinn fullkomlega ótrúverðugi tannlæknir Ingvars E. hafði greinilega ekki neina trú á svoleiðis samskiptaháttum.

Myndin er alltsvo gerð árið 2006 eða 7. Og öskrar í hverjum ramma: ÉG ER SNEIÐ AF LIFINU EINS OG ÞAÐ ER!!!

En það er klárlega feik.

þriðjudagur, mars 18, 2008

Hálfvitapáskar

föstudagur, mars 14, 2008

Nútíminn er trunta

Best að fara að dæmi síðasta föstudags og skella hér inn nokkrum vídeóum. Að þessu sinni er þemað nútímatónlist. Skemmtileg nútímatónlist. Skrítin og skemmtileg í ýmsum hlutföllum.

Á morgun munu nokkrir garpar úr Sinfó flytja snilldarverkið sem Olivier Messiaen samdi í fangabúðum í seinni heimsstyrjöldinni. Hér er kafli úr því, einhver fallegasta tónlist sem samin var á tuttugustu öldinni, ja sennilega á öllum tímum:Thomas Adés heimsótti okkur í vetur og það var magnað. Snilldin hefði klárlega ekki verið hætishót minni ef hann hefði flutt svítuna úr óperu sinni Powder her face:Karlheins Stockhausen dó nýskeð. Hér er bútur úr einu af hans síðustu smíð, strengjakvartett sem er samt allsekki bara strengjakvartett:Klikkað? Jájá. Leiðinlegt? Held nú síður.

föstudagur, mars 07, 2008

Kveiktu ljós

Föstudagur í mars er góður dagur til að hugsa um El sistema, hið makalausa barna- og unglingahljómsveitakerfi Venesúela, og öll kraftaverkin sem þar eru gerð. Meira um það hér og hér.

Fremstur í flokkir svo náttúrulega Gustavo Dudamel, sem allir málsmetandi telja að verði einhver magnaðasti hljómsveitarstjóri nútímans þegar hann hættir að vera bara 27 ára.

Nokkur sýnishorn. Fyrst föstudagsstuð með flaggskipi El sistema, Simon Bolivar-hljómsveitinni sem skipuð er úrvalsfólki úr fátækrahverfum, munaðarleysingjahælum og götum Venesúela:Og svo sama hljómsveit að glíma við öllu meiri þungavikt, fyrst hægt:... og svo hratt:Enginn er föstudagur án Mahlers:Ef þetta er ekki svalt þá veit ég ekki hvað:Og að lokum viðtal við hljómsveitarstjóra framtíðarinnar:Bjartsýnisdeild Varríusar óskar lesendum sínum góðrar helgar.