föstudagur, mars 14, 2008

Nútíminn er trunta

Best að fara að dæmi síðasta föstudags og skella hér inn nokkrum vídeóum. Að þessu sinni er þemað nútímatónlist. Skemmtileg nútímatónlist. Skrítin og skemmtileg í ýmsum hlutföllum.

Á morgun munu nokkrir garpar úr Sinfó flytja snilldarverkið sem Olivier Messiaen samdi í fangabúðum í seinni heimsstyrjöldinni. Hér er kafli úr því, einhver fallegasta tónlist sem samin var á tuttugustu öldinni, ja sennilega á öllum tímum:



Thomas Adés heimsótti okkur í vetur og það var magnað. Snilldin hefði klárlega ekki verið hætishót minni ef hann hefði flutt svítuna úr óperu sinni Powder her face:



Karlheins Stockhausen dó nýskeð. Hér er bútur úr einu af hans síðustu smíð, strengjakvartett sem er samt allsekki bara strengjakvartett:



Klikkað? Jájá. Leiðinlegt? Held nú síður.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim