föstudagur, mars 07, 2008

Kveiktu ljós

Föstudagur í mars er góður dagur til að hugsa um El sistema, hið makalausa barna- og unglingahljómsveitakerfi Venesúela, og öll kraftaverkin sem þar eru gerð. Meira um það hér og hér.

Fremstur í flokkir svo náttúrulega Gustavo Dudamel, sem allir málsmetandi telja að verði einhver magnaðasti hljómsveitarstjóri nútímans þegar hann hættir að vera bara 27 ára.

Nokkur sýnishorn. Fyrst föstudagsstuð með flaggskipi El sistema, Simon Bolivar-hljómsveitinni sem skipuð er úrvalsfólki úr fátækrahverfum, munaðarleysingjahælum og götum Venesúela:



Og svo sama hljómsveit að glíma við öllu meiri þungavikt, fyrst hægt:



... og svo hratt:



Enginn er föstudagur án Mahlers:



Ef þetta er ekki svalt þá veit ég ekki hvað:



Og að lokum viðtal við hljómsveitarstjóra framtíðarinnar:



Bjartsýnisdeild Varríusar óskar lesendum sínum góðrar helgar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim