fimmtudagur, október 28, 2010

Stórmennska og smámennska

Var að koma af frumsýningu á frábærri heimildarmynd um kima í íslandssögunni sem ég hafði aldrei heyrt um. Nefnilega steindu gluggana úr dómkirkjunni í Coventry og hvernig þeir rötuðu í Akureyrarkirkju, Áskirkju og prívathús á Laugarásnum.

Þetta er frábær mynd um stórmennsku og smámennsku. Fulltrúar ensku kirkjunnar í myndinni eru hver öðrum stórmannlegri í viðhorfum sínum gagnvart því sem verður varla kallað annað en klár þjófnaður. Afstaða þeirra blæs nýju lífi í hugtakið "kristilegt".

En sú staðreynd að engum af íslenskum handhöfum glugganna virðist hafa dottið í hug að skila þeim bendir til að þar fari menn lítilla sanda og sæva. Og aðkoma ríkra og veraldlegra voldugra íslendinga að málinu gerir það sem því nemur ógeðslegra.

Mögnuð mynd hjá Hjálmtý Heiðdal og hans mönnum.

1 Ummæli:

Anonymous Kristín í París sagði...

Hey, frábært. Ég las einhvern tímann langa grein um þetta í Lesbók Morgunblaðsins og síðan hefur sagan af þessum gluggum og þessari hneisu alltaf verið hluti af gönguferð minni um Mýrina, þegar við komum að Notre Dame með sína stórkostlegu glugga sem voru einmitt grafnir í jörðu í stríðinu.

8:13 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim