föstudagur, maí 28, 2010

Meira plögg, meira helvíti




Bæði pluggdæmin mín hafa tíðindi að segja:

Hugleikur er búinn að taka upp lag úr sýningunni Rokk og koma á framfæri við útvarpsstöðvar og á netinu. Hér er hægt að hlusta á sönginn um hinar föllnu 27 ára gömlu rokkhetjur.

Lagið heitir 27 og hljómsveitin Vanstilltir ef fólk hefur áhuga á að biðja um það í útvarpið.

Ljótu hálfvitarnir eru líka búnir að ota einu lagi í spilun. Það heitir Gott kvöld og er ógurlegur balkanpolki um gríðarlegt partí. Samið af Oddi Bjarna og Sævari, sem jafnframt syngur. Þeir eru nú kannski partítregustu menn sveitarinnar, svo þetta er frekar skemmtilegt. Á sama hátt og það er hrein unun að hlusta á Sævar hvetja mann til að horfa á HM í sumar. Allavega, lagið má hlusta á og sækja hingað.

Miða á þjóðleikhússýningu Hugleiks og útgáfutónleika hálfvitanna má kaupa á Miða púnkti is.

Ég geri mér svo grein fyrir því að mér mistókst alveg að fylgja eftir áformunum um að skrifa vikulega pistla um þriðjuplötur. Og mun ekki bæta úr því. En læt hér samt flakka lista yfir þær þriðjuplötur sem ég hafði áformað að taka fyrir:

Dire Straits - Making Movies
Tom Waits - Nighthawks at the diner
Cornelis Vreesvijk - Grimascher och Telegram
The Beatles - A Hard Day's Night
XTC - Drums and Wires
AC/DC - Let there be rock
Crass - Penis Envy
Led Zeppelin - Led Zeppelin III

Þó svo listinn sé svona þá er ég klárlega ekki alæta á tónlist. Mér finnst leiðinleg tónlist leiðinleg - en þetta eru alltsaman snilldarplötur. Hugsanlega fyrir utan Nighthawks, en Waits er bara svo mikill snillingur að jafnvel hans versta plata er flott.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Algjörlega sammála þessu með Sævar og HM, hann nær meira að segja að vera dulítið sannfærandi þó að mörgum sé nú ljóst að hann er hreint ekki með HM.

Hrafnhildur

11:43 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim