þriðjudagur, maí 04, 2010

Athyglisverðust




Jæja, Rokk hitti í mark hjá Þjóðleikhúsinu og var valin Athyglisverðasta áhugaleiksýningin í ár. Það kom okkur leikstjórunum nokkuð á óvart, enda margar drullufínar sýningar í pottinum. En svona fór þetta. Og sýningin stendur vissulega undir þessu, þó ekki væri.

Til hamingju krakkar!

Það er óðum að verða uppselt á sýningarnar á Eyjarslóðinni - en ég myndi mæla með að fólk reyndi að koma þangað - meira hrárokk þar. Miðasala hér. Og athugið - þetta eru allrasíðustu sýningar á Eyjarslóðinni.

Þegar allir endar verða frágengnir varðandi Þjóðleikhúsið mun ég pósta því hér líka.

1 Ummæli:

Anonymous Hákon Hrafn sagði...

Til hamingju Toggi og Hugleikur (og Engilbert auðvitað líka). Hlakka til að sjá meistaraverkið.

8:33 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim