Kommendur mínar hefur sett hljóðar við spurningar um orð ársins. Fyrir utan
Ylfu sem vekur athygli á hinu dágóða Vestmanneysk-Svarfdælska orði "Umhverfisblindur". Það er orð að sönnu, en kannski ekki alfarið nýtt.
Þannig að Varríus ríður hér með á vaðið:
Orð ársinsRuðningsáhrifEitt af þessum ógeðslegu orðum sem fela ljótan sannleika í stað þess að vera tæki til að segja hann. Orðið vísar til þeirra afleiðinga stóriðjustefnunnar að fæla úr landi allan annan úflutningsiðnað, bæði hátækni- þekkingar- og matvæla-. Eitthvað sem enginn hinna stríðöldu ráðgjafa stjórnvalda sá fyrir.
Orðið fær aukaverðlaun fyrir að vera bestu skrauthvörfin.
Önnur sem til greina komu: Hnakkamella, legsúrnun
Snjallasta þýðinginKremfresssem er íslenskun á orðinu "Metrosexual". Ef guð gefur þá verður þetta samt ekki langlíft.
Annað sem til greina kemur: Smákrá (minibar)
Gagnlegasta orðiðblgkqs (dæmi)
Hér sigrar ekkert eitt orð, heldur fær hið nýja tungumál Bloggers verðlaunin, fyrir að vera eitursnjöll lausn til að halda burtu óæskilegum ruslkommentum. Og svo eru þau þrungin merkingu, eins og kommendur hafa sýnt frammá. Þetta mun lifa.
Ónauðsynlegasta nýyrðiðEiningarband (dæmi)
Hér er heldur ekkert eitt orð sem sigrar, auk þess sem þetta tilheyrir eiginlega þessu ári, en fokkitt, það verða allir búnir að gleyma þessu um næstu áramót.
Hér er sumsé átt við tilraunir til að finna orð yfir hjónabönd samkynja fólks. Væntanlega til að forða hinu fornhelga hjónabandi frá þeim illræmdu sorphaugum biskups og þeirri fýlu, sjónmengun og meindýrum sem þar þrífast.
Skemmtilegasta skammaryrðiðHlandfataSennilega ekki nýyrði, en stóraukin kynni Varríusar af ákveðnum menningarkima leiddi þetta orð inn í minn forða.
En þetta er einungis álit Varríusar og þarf í engu að endurspegla val þjóðarinnar. Tjáið ykkur fyrir alla muni, •••••föturnar ykkar!