föstudagur, febrúar 24, 2006

Föstudaxmix

Fyrst ein frétt:
Ljótu hálfvitarnir spiluðu fyrir harðan kjarna velunnara og (mögulega) nokkra óinnmúraða í Iðnó í gærkveldi. Það gekk ágætlega held ég. Að vanda eru ýmis áform um frekari spilamennsku og jafnvel æfingar sem vafalaust munu renna út í sandinn. Það er vaninn.

Svo nokkur plögg.

Eðalhljómsveitin Hraun! verður í beinni á Rás 2 kl. 15.00.

Í kvöld mun Varríus stympast í Hafnarhúsinu í fríðum flokki sem er að einhverju leyti gamla Sláttuvélin, með umtalsverðum mannabreytingum þó.

Svo virðist sem Klaufar og Kóngsdætur sé að renna sitt skeið í Þjóðleikhúsinu. Reikna með að megnið af lesendum Varríusar hafi þegar séð sýninguna, en ef einhver á það eftir þá er um að gera að missa ekki af henni. Drullugóð þó ég segi sjálfur frá, og fólk þarf ekkert að vera börn til að finnast það.

Varríus virðist vera áhrifaríkur plöggmiðill. Fyrir nokkru hélt hann á lofti ýmsum aðilum sem mér þóttu öðrum maklegri til að hljóta tónlistarverðlaun X-FM. Niðurstöður voru kunngjörðar í gærkveldi og hlutu Ampop tvo prísa og rokk.is einn.

Tilviljun? Síst!

Og að lokum tuð.

Hef öðruhverju í vikunni fengið fiðring í ranttaugina út af tveimur málum málanna, "Stóra Teiknimyndamálinu" og "Merkingarstríðinu um Hjónabandið". En enginn tími í svoleiðis.

Svo þá er bara að "Átsorsa".

Um hörundssárindi Múslima og óþverraskap Jóta er margt skrafað. Ekkert sérstakt markvert þannig, en á stefnulausu flakki um þá umræðu raxt Varríus ti dæmis á eitt bráðfyndið blogg sem virðist vera eftir brottfluttan Sáda sem hefur ýmislegt við sitt föðurland að athuga. Herrar mínir og frúr: Trúarbragðalöggan!

Hvað hitt málið varðar skal þess getið að Mörður heitir maður og skrifar af skynsamlegu viti um margt. Til dæmis um rökleysur helstu guðfræðikappa og það sem sumum málvinum Varríusar finnst vera höfuðatriðið: merkingu orðsins "hjónaband"

Rökvís og Málvís er Mörður.

Og svo góða helgi.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

váá góður mörður, mörðurinn sá

fallegt á bernabú

alltaf fróðlegt að kíkka hérna inn

guð blessi THOF

12:50 f.h.  
Blogger Varríus sagði...

Já mikið var þetta skemmtilegt í Madrid - Gamla góða Arsenal snýr aftur!

11:45 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim