föstudagur, febrúar 17, 2006

Íslandsvinir

Raxt á grein um leikhús í Litháen í bresku vefriti. Þar er í aðalhlutverki Rimas nokkur Tuminas, og kostur og löstur sagður á tveimur sýningum eftir hann. Lýsingin á nýrri uppfærslu á Þremur systrum hringir vissulega bjöllum hjá mér, enda alltaf fremur hófstilltur aðdáandi kallsins.

Hitt þykir mér merkilegra að lesa að þriðja sýninginn sem greinarhöfundur sá var uppfærsla í leikhúsi Rimasar á Konunni í sandöldunum en leikstjóri þeirrar sýningar er engin önnur en hugleiksvinurinn, leikhúsnornin og skaðræðiskvendið Laima Adomaitiene. Fyrir þá sem ekki vita þá er Laima þessi leiðtogi litháísks áhugaleikfélags sem Aglija heitir og eru einhver flottasti físíski leikhópur í heiminum (það ég hef séð). Þó hefur hrifningarslefið yfir sýningunum þeirra ævinlega heldur látið á sér standa hjá mér sakir þess að þær eru einatt dálítið "kaldar", vélrænar og óræðar þó virtúósískt vald Læmu og hennar fólks á máli leikhússins sé ótvírætt.

Það kom mér því heldur ekki á óvart að lesa þessar línur:
the end product, while undoubtedly beautiful to watch, remained as barren as the dunes.

En áhugafólk um leikhús í Litháen ætti endilega að lesa greinina alla.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim