mánudagur, september 13, 2010

Now you tell us!

Lögfræðielítan hamast nú við að taka undir með Sjálfstæðisflokknum um að Landsdómslögin (sem skv. þessu voru endurskoðuð 2008, eða allavega 1991) séu ónýt.

Nú eru margir mánuðir síðan alþingisnefndinni var falið að fara yfir Rannsóknarskýrsluna og ákveða um viðbrögð, þar á meðal mögulegar málsóknir.

Ekki minnist ég þess að neinn hafi haft hátt um þetta mál þá, þegar mögulega hefði verið hægt að bregðast við.

Ef þetta verður til þess að málin ónýtist, hversu mikið verri reynist þá valdastéttin vera en við héldum? Og hefur ekki skánað.

Greinin sem ég linka á hér að ofan er að ég held það besta sem ég hef enn lesið um málið. Og þá tel ég með grein hins annars frábæra Guðmundar Andra í Fréttablaðinu í dag. Óánægja með að geta ekki dregið X fyrir dóm eru ekki rök fyrir að láta Y óáreittan, þó bölvað sé.

Einföld algebra.

sunnudagur, september 05, 2010

15 plötur

Feisbúkkfólk keppist við að gera lista yfir 15 mikilvægustu plötur í lífi sínu og skora á vini sína að gera slíkt hið sama. Varríus er ógurlegur listamaður og getur ekki látið tæknileg smáatriði eins og að vera ekki á Feisinu hindra sig, Svo hér eru þær fimmtán plötur sem skipta, eða skiptu, mig mestu máli:

AC/DC - Back in black
The Beatles - Abbey Road
Bob Dylan - The times they are a-changin'
Cornelis Vreesvijk - Tio vackra visor och personliga person

Iron Maiden - The number of the beast
Pink Floyd - wish you were here
Purrkur pillnikk - Tilf
Queen - Queen
Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjartarson - Söngur riddarans
Spilverk þjóðanna - Ísland
Tom Waits - Rain Dogs
Utangarðsmenn - Í upphafi skyldi endinn skoða
XTC - English settlement
Þeyr - Iður til fóta
Þursaflokkurinn - Hinn íslenski þursaflokkur