fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Út fyrir völlinn

Það mætti sosum færa fyrir því rök að nógu lofi hafi verið hlaðið á fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta undanfarna daga. Engu að síður kemur hér mín lofrulla:

Mér finnst frábært hjá Ólafi að hafa sett afrek handboltaliðsins í víðtækara samhengi en alla jafnan tíðkast með velgengni í íþróttum. Hann lætur ekki staðar numið við að telja þau muni efla íþróttaiðkun barna og metnað afreksmanna í sporti. Nei, hann talar um sköpun, frumleika og "kreativítet" á öllum sviðum. Í hugsun, og verki.

Ólafur er maður sem kann að hugsa út fyrir völlinn. Varríus er stoltur af að hafa heimspekibakgrunn eins og hann.

Í kvöld stíga á svið á nýju Café Rósenberg hinir dýrðlegu gleðigosar South River Band. Varríus hyggst ekki láta sig vanta.

miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Heimkomur

Stelpan okkar kom heim í gær og hélt kammertónleika í Langholtskirkju eftir langa frægðarför um heiminn.

Það var ljómandi gaman. Fyrri parturinn, þar sem Wonderbrassið var mikið til eitt og óstutt með Björk, eða þá hr. Sen við hin ýmsu hljómborð, var svolítið nakinn og hikandi. En eftir að Schola Cantorum og bítillinn Mark Bell bættust í hópinn var þetta drulluflott. It's Oh So Quiet var svo magnað á kirkjuorgel og lúðrasveit og söngkonan fór hamförum.

Sá ekki Roman, sem betur fer. Hlandfata.

Í dag er svo komið að strákunum. Geri ráð fyrir að þeir geri sitt besta.

föstudagur, ágúst 22, 2008

Þorramatur

Dönsk "fjölskyldumynd" í sjónvarpinu. Um strák sem býr einn með afskiptalausum föður sínum eftir að móðir hans dó og er lagður í einelti í skólanum.

Væntanlega á dagskrá til að fyrirbyggja að við springum af gleði yfir handboltanum. Smá þunglyndi talið koma sér vel núna.

Í bekk stráksins er íslensk stelpa sem heitir Kamma Guðmundsdóttir (hverjar eru líkurnar á því?). Hún hefur óskýrða tilhneigingu til að mæta með íslenskan mat í skólann:

Hrá lambanýru
Reykt svið

Traust heimildavinna hjá handritshöfundunum, ikke?

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Sixtís

Ekki tóxt okkur lesendum mínum að úrskurða um ofmetnasta popptónlistarmanninn. Sennilega veltist veröldin þrátt fyrir það.

Ég hef áður brýnt menn að lesa blogg hins vitra og vinsæla Arsenalista Nick Hornby. Og af því að Jói H. ljóstraði upp um ástarhatur sitt á hippamússík þá er eftirfarandi tilvitnun í Hornby við hæfi:
The sixties were great, I suspect, if you were in a band, or at an Ivy League college with a draft deferment, singing ‘We Shall Overcome’ and hitch-hiking to see Dylan at the Newport Folk Festival. But if you were an African-American, a policeman, a member of the American working class eligible for Vietnam, a politician, or just about anyone else, then the 1960s were insane - insane as in psychopathic, rather than insane as in zany. For millions of people in US cities, the decade was violent and scary, obscured by a fog of incomprehension and genuine foreboding. Those protest songs were written because there was a great deal to protest about, but somehow it’s the songs themselves, sincere and decent and hopeful, which have come to represent the times. We remember “The Lonesome Death of Hattie Carroll”; somehow, the lonesome death of Hattie Carroll doesn’t seem quite so meaningful.
Og af því mig grunar að Jói H. sé þessi lati bloggari og Spurs-ari, þá vona ég að hann heimsæki Hornby og lesi færsluna sem ber yfirskriftina "Tony Blair" þar sem þessi eldheiti Gooner spáir erkióvinunum velgengni.

þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Ofmat

Skemmtileg grein um ofmetnustu listamenn/verk í Fréttablaðinu um helgina. Hægt að vera sammála flestu, þó mér fyndist Jónas Sen kannski sleppa heldur ódýrt frá (klassísku) tónlistinni með því að nefna Andrew Lloyd Webber, sem kannski er vinsæll og ríkur, en varla hátt skrifaður. Soldið eins og að nefna Britey Spears í poppi eða Dan Brown í bókmenntum.

Sammála Jóni Viðari í leikhúsinu. Brecht er klárlega með leiðinlegri leikritahöfundum, langdreginn og kemur banal boðskap á framfæri á svo klunnalegan hátt stundum að það virkar djúpt á þá sem eru boðskapnum sammála. Hann er hinsvegar mikill áhrifavaldur, og margt af því besta í leikritun og leikhúsi nútímans stendur í þakkarskuld við hann. Ofmetinn sem leikskáld, réttmetinn sem brautryðjandi fyrir sér betri höfunda og leikhúsfólk.

Annar möguleiki hefði verið að nefna Absúrdstefnuna - leiðinleg blindgata og afsökun fyrir slappa höfunda til að fela sig í holtaþoku.

En það vantaði poppið. Bætum úr því. Hvað er ofmetnast í dægurhluta tónlistarinnar?

Þrjár uppástungur frá mér:


Rolling Stones

Eric Clapton

Elton John

Umræður óskast.