Út fyrir völlinn
Það mætti sosum færa fyrir því rök að nógu lofi hafi verið hlaðið á fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta undanfarna daga. Engu að síður kemur hér mín lofrulla:
Mér finnst frábært hjá Ólafi að hafa sett afrek handboltaliðsins í víðtækara samhengi en alla jafnan tíðkast með velgengni í íþróttum. Hann lætur ekki staðar numið við að telja þau muni efla íþróttaiðkun barna og metnað afreksmanna í sporti. Nei, hann talar um sköpun, frumleika og "kreativítet" á öllum sviðum. Í hugsun, og verki.
Ólafur er maður sem kann að hugsa út fyrir völlinn. Varríus er stoltur af að hafa heimspekibakgrunn eins og hann.
Í kvöld stíga á svið á nýju Café Rósenberg hinir dýrðlegu gleðigosar South River Band. Varríus hyggst ekki láta sig vanta.
Mér finnst frábært hjá Ólafi að hafa sett afrek handboltaliðsins í víðtækara samhengi en alla jafnan tíðkast með velgengni í íþróttum. Hann lætur ekki staðar numið við að telja þau muni efla íþróttaiðkun barna og metnað afreksmanna í sporti. Nei, hann talar um sköpun, frumleika og "kreativítet" á öllum sviðum. Í hugsun, og verki.
Ólafur er maður sem kann að hugsa út fyrir völlinn. Varríus er stoltur af að hafa heimspekibakgrunn eins og hann.
Í kvöld stíga á svið á nýju Café Rósenberg hinir dýrðlegu gleðigosar South River Band. Varríus hyggst ekki láta sig vanta.