miðvikudagur, ágúst 27, 2008

Heimkomur

Stelpan okkar kom heim í gær og hélt kammertónleika í Langholtskirkju eftir langa frægðarför um heiminn.

Það var ljómandi gaman. Fyrri parturinn, þar sem Wonderbrassið var mikið til eitt og óstutt með Björk, eða þá hr. Sen við hin ýmsu hljómborð, var svolítið nakinn og hikandi. En eftir að Schola Cantorum og bítillinn Mark Bell bættust í hópinn var þetta drulluflott. It's Oh So Quiet var svo magnað á kirkjuorgel og lúðrasveit og söngkonan fór hamförum.

Sá ekki Roman, sem betur fer. Hlandfata.

Í dag er svo komið að strákunum. Geri ráð fyrir að þeir geri sitt besta.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim