mánudagur, febrúar 19, 2007

Massívri hálfvitahelgi lokið

Það var drullugaman. Meira að segja líka á föstudagskvöldið þó við værum ekki að spila okkar besta mót þá. Troðfullur salur og fínar viðtökur þrátt fyrir allt.

Og svo sama sagan á laugardagskvöldið, nema þá vorum við algerlega upp á okkar besta. Og það er vissulega meira gaman þannig.

Hápunkturinn: Vangaveltur Guðmundar Svafarssonar um vandkvæði við að hafa einhyrninga um borð í Örkinni hans Nóa.

Já og svo auðvitað óvænt nærvera söguhetjunnar úr einu laganna. Og nei, það var ekki Bubbi Morthens.

Efnisorð:

föstudagur, febrúar 16, 2007

Nei annars

Tæknin að stríða Rúv og engir hálfvitar í útvarpinu fyrir vikið.

Hitt stendur: Kastljósið og tónleikarnir.

Verður geðveikt!

Efnisorð:

Stóri hálfvitadagurinn

Verðum á rás 2 milli 4 og 6 í dag. Spilum 3-4 lög skilst mér.

Og svo kemur eitt kvikindi í Kastljósinu.

Rósenberg kl. 22 - verður magnað.

Æfðum nýtt lag í gær. Það var fyndið.

Efnisorð:

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Þar sem átta hálfvitar koma saman...

Stórsveitin Ljótu hálfvitarnir spæla lögin sín á Rósenberg föstudax- og laugardaxkvöld. Byrjum kl. 22.00, fúsundkall inn. Við erum í banastuði og lofum góðu giggi.

Tókum upp eins og eitt lag fyrir Kastljósið í gær. Veit ekki nákvæmlega hvenær það verður sent út.

Já, og svo er komið spjallkerfi á hálfvitavefinn. Og Ástralíukind. Og lag á mæspeisið.

Jeij!

Efnisorð: