þriðjudagur, desember 14, 2010

Jólaasninn

Varríus mun fara orðum um Kvöldverðinn eftir Herman Koch, Makalaus eftir Tobbu Marinós og Á valdi örlaganna, ævisögu Kristjáns Jóhannssonar eftir Þórunni Sigurðardóttur á morgun uppúr 11 á Rás 2.

Sjálfur er Varríus hinsvegar í stökustu vandræðum með að gera upp við sig hvaða bækur hann langar í í jólagjöf. Og í hvaða dýr fer maður ef maður fær ekki eina einustu bók? Jóla-asnann?

1 Ummæli:

Blogger Eyja M. Brynjarsdóttir sagði...

Ég losaði mig við hættuna á jólaasnanum á einfaldan hátt í gær: fór og keypti mér sjálf tvær bækur sem mig langaði í. Það þýðir ekkert að treysta á aðra með þetta.

10:10 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim