Sjálfhverfa.is
Kominn heim úr aldeilis velheppnaðri vinnuferð Ljótu hálfvitanna þar sem við lögðum grunninn að næstu plötu sem verður klárlega mín uppáhaldsplata með þessari hljómsveit.
Þriðja plata hljómsveitar er áhugaverð stúdía. Dressed to kill er t.d vanmetin Kissplata, A hard day's night er afar solid og klár framför hjá Bítlunum, Let there be rock hjá AC/DC er ekkert minna en stórbrotin og hvað er svosem hægt að segja um The number of the beast?
Af þessu mega menn svo sem draga þær ályktanir sem þeir vilja og byggja væntingar í samræmi við það. Áhugaverðar þriðjuplötur óskast í kommentin.
Og svo kemur maður heim og á netið, og fyrir puttaglöp fer maður fyrst á Pressuna og sér þessa ótrúlegu fyrirsögn: Breskur veðbanki býður upp á veðmál um hvaða eldfjall gýs næst: Katla er ekki á listanum.
Mórallinn: Naflinn á okkur er ekki eins áhugaverður og við héldum.
Þriðja plata hljómsveitar er áhugaverð stúdía. Dressed to kill er t.d vanmetin Kissplata, A hard day's night er afar solid og klár framför hjá Bítlunum, Let there be rock hjá AC/DC er ekkert minna en stórbrotin og hvað er svosem hægt að segja um The number of the beast?
Af þessu mega menn svo sem draga þær ályktanir sem þeir vilja og byggja væntingar í samræmi við það. Áhugaverðar þriðjuplötur óskast í kommentin.
Og svo kemur maður heim og á netið, og fyrir puttaglöp fer maður fyrst á Pressuna og sér þessa ótrúlegu fyrirsögn: Breskur veðbanki býður upp á veðmál um hvaða eldfjall gýs næst: Katla er ekki á listanum.
Mórallinn: Naflinn á okkur er ekki eins áhugaverður og við héldum.