Góðir hlutir
Á föstudagskvöldið spiluðum við á Þjóðlagahátíðinni á Rósenberg. Óli Þórðar og félagar í South river band eiga alla mína virðingu fyrir þetta framtak og hina óeigingjörnu og stórbrotnu leið sem þeir fóru að markmiði sínu. Ef hægt væri að klóna þessa menn, eða kannski bara fela þeim stjórn landsins þá værum við betur sett. En það væri vissulega leiðinlegra hjá þeim.
Til hamingju kæru Suðurárbræður!
Í gærkvöldi voru svo tónlistarverðlaunin afhent snoturlega og án óhappa í Íslensku óperunni. Það var skemmtilegt. Að öðrum ólöstuðum þá á stóra heiðurinn af því trommuleikari einn. Hugmyndaríkur dugnaðarforkur, meistarakokkur og bara almennur snillingur.
Til hamingju Pétur!
Og svona í lokin: Ég er ekki hættur að biblíublogga - bara svolítið að týna mér í allskyns verkefnum. Þangað til greinargerð mín af seinni bók Samúels (sem er í smíðum, honestly) verður birt, þá eru hér tveir stórbrotnir guðleysingjar að gera stykkin sín:
Hér afbyggir heimsins mælskasta fyllibytta, Christopher Hitchens, boðorðin tíu. Og hér fer Stephen Fry yfir syndir kaþólsku kirkjunnar á sinn einstaka hátt.
Til hamingju kæru Suðurárbræður!
Í gærkvöldi voru svo tónlistarverðlaunin afhent snoturlega og án óhappa í Íslensku óperunni. Það var skemmtilegt. Að öðrum ólöstuðum þá á stóra heiðurinn af því trommuleikari einn. Hugmyndaríkur dugnaðarforkur, meistarakokkur og bara almennur snillingur.
Til hamingju Pétur!
Og svona í lokin: Ég er ekki hættur að biblíublogga - bara svolítið að týna mér í allskyns verkefnum. Þangað til greinargerð mín af seinni bók Samúels (sem er í smíðum, honestly) verður birt, þá eru hér tveir stórbrotnir guðleysingjar að gera stykkin sín:
Hér afbyggir heimsins mælskasta fyllibytta, Christopher Hitchens, boðorðin tíu. Og hér fer Stephen Fry yfir syndir kaþólsku kirkjunnar á sinn einstaka hátt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim