föstudagur, september 12, 2008

Boltinn

Undankeppni heimsmeistaramóts setur ópinbera titilinn auðvitað á fleygiferð. A miðvikudaginn hrifsuðu Svíar til sín titilinn með sigri á Ungverjum sem hafa haldið honum í nokkra mánuði. Um miðjan október geta síðan Portúgalir náð honum af þeim gulu. Auk þessara þriggja eru í riðlinum Danir, Albanir og Möltungar. Við skulum vona að titillinn endi hjá einhverjum sem verður í lokakeppninni 2010. Það verður að vera einhver spenna í þessu.

Í öðrum boltafréttum: Enski þjóðarballettinn hefur ákveðið að helga Hinum Fagra Leik næstu uppfærslu sína. Skoðið myndirnar.

Ef þið þorið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim