Allir að mæta á tónlistarhátíð Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar flytja súperhljómsveit, kór hugleiksku óperunnar og frammúrskarandi einsöngvarar margar af helstu perlum hugleikskra tónbókmennta. Ómissandi standardar, sjaldheyrðir gullmolar og allt svona líka ljómandi skemmtilegt. Ekki til að missa af!
Í kvöld kl. 21
Á föstudag kl. 22.30
Í öðrum menningarfréttum: Fór á útgáfutónleika Hrauns. Þeir voru stórfínir. Það sama má segja um nýútkominn disk sem er hinn mesti gleðigjafi þrátt fyrir augljósa og yfirlýsta melankólíuna. Til hamingju strákar!
Og sá svo
Million Dollar Baby sem er svo mikið krapp að það er með hreinum ólíkindum. Er umsvifalaust kominn á lista með
Jerry Maguire, As good as it gets og
Life is beautiful yfir ósvífnustu og ógeðslegustu tilfinningaklámmyndum samtímans. Varist.
Já og svo sá ég
Partýland í Þjóðleikhúsinu og var minna en stórhrifinn eins og lesa má í mogganum í dag.
En semsagt - allir í kjallarann!