fimmtudagur, maí 31, 2007
miðvikudagur, maí 30, 2007
Keppnis
Ljótu Hálfvitarnir eiga eitt af sex lögum sem keppa til úrslita í sjómannalagasamkeppni Rásar 2!
Smellið ykkkur á kosningavefinn, hlustið á lögin og kjósið svo Son Hafsins.
Það var gaman í gær. Prógrammið er þétt og skemmtilegt og margir sýna snilldartakta. Endilega kíkið á föstudagskvöldið. Ásta kjallarameistari er meira að segja búin að lofa að það verði til bjór á barnum!
Smellið ykkkur á kosningavefinn, hlustið á lögin og kjósið svo Son Hafsins.
Það var gaman í gær. Prógrammið er þétt og skemmtilegt og margir sýna snilldartakta. Endilega kíkið á föstudagskvöldið. Ásta kjallarameistari er meira að segja búin að lofa að það verði til bjór á barnum!
þriðjudagur, maí 29, 2007
Stórtónleikar í kvöld
Allir að mæta á tónlistarhátíð Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar flytja súperhljómsveit, kór hugleiksku óperunnar og frammúrskarandi einsöngvarar margar af helstu perlum hugleikskra tónbókmennta. Ómissandi standardar, sjaldheyrðir gullmolar og allt svona líka ljómandi skemmtilegt. Ekki til að missa af!
Í kvöld kl. 21
Á föstudag kl. 22.30
Í öðrum menningarfréttum: Fór á útgáfutónleika Hrauns. Þeir voru stórfínir. Það sama má segja um nýútkominn disk sem er hinn mesti gleðigjafi þrátt fyrir augljósa og yfirlýsta melankólíuna. Til hamingju strákar!
Og sá svo Million Dollar Baby sem er svo mikið krapp að það er með hreinum ólíkindum. Er umsvifalaust kominn á lista með Jerry Maguire, As good as it gets og Life is beautiful yfir ósvífnustu og ógeðslegustu tilfinningaklámmyndum samtímans. Varist.
Já og svo sá ég Partýland í Þjóðleikhúsinu og var minna en stórhrifinn eins og lesa má í mogganum í dag.
En semsagt - allir í kjallarann!
Í kvöld kl. 21
Á föstudag kl. 22.30
Í öðrum menningarfréttum: Fór á útgáfutónleika Hrauns. Þeir voru stórfínir. Það sama má segja um nýútkominn disk sem er hinn mesti gleðigjafi þrátt fyrir augljósa og yfirlýsta melankólíuna. Til hamingju strákar!
Og sá svo Million Dollar Baby sem er svo mikið krapp að það er með hreinum ólíkindum. Er umsvifalaust kominn á lista með Jerry Maguire, As good as it gets og Life is beautiful yfir ósvífnustu og ógeðslegustu tilfinningaklámmyndum samtímans. Varist.
Já og svo sá ég Partýland í Þjóðleikhúsinu og var minna en stórhrifinn eins og lesa má í mogganum í dag.
En semsagt - allir í kjallarann!
mánudagur, maí 21, 2007
Besta njósnamynd sögunnar?
Ein af sjaldgæfum bíóferðum Varríusar i gær. Fór á Das Leben der anderen og sé ekki eftir því. Frábær mynd í alla staði. Ekki missa af henni.
Fór svo að sjálfsögðu á Cymbeline. Langhundur í smíðum.
Hálfvitaplatan að verða eins og Varríus sjálfur - upptekin.
Fór svo að sjálfsögðu á Cymbeline. Langhundur í smíðum.
Hálfvitaplatan að verða eins og Varríus sjálfur - upptekin.
föstudagur, maí 11, 2007
Kosningar
Dr. Gunni tók sig einu sinni til og hóf það þjóðþrifaverk að halda skrá yfir helstu skandala ríkisstjórnarinnar. Hann þraut reyndar erindið, en engu að síður er upprifjunin góð.
Annars finnst mér listinn ekki þurfa að vera langur. Mér nægir eitt orð til að gera núverandi stjórnarflokka að óhæfum kosti til að krossa við:
Írak.
Hið nýstofnaða hálfvitablogg hefur verið lagt af og flutt yfir á hálfvitasíðuna sjálfa. Fylgist með hljómplötu verða til.
Annars finnst mér listinn ekki þurfa að vera langur. Mér nægir eitt orð til að gera núverandi stjórnarflokka að óhæfum kosti til að krossa við:
Írak.
Hið nýstofnaða hálfvitablogg hefur verið lagt af og flutt yfir á hálfvitasíðuna sjálfa. Fylgist með hljómplötu verða til.
fimmtudagur, maí 10, 2007
Nýtt blogg
Ljótu hálfvitarnir hafa komið sér upp bloggsíðu. Hún er krækt hér til hliðar. Þar verða dagbókarfærslur um stúdíóvinnuna, sem fór vægast sagt vel af stað í dag.
þriðjudagur, maí 08, 2007
Tengdasonur gæfunnar
Varríus er hlustandi vikunnar í Hlaupanótunni hjá Indru á morgun kl. 16.13. Valdi þrjú tóndæmi og segi eitthvað spaklegt um þau. Gaman að því.
Getspökum er boðið að giska á hvað ég valdi. Þið sem ég var búinn að segja það megið halda að ykkur höndum.
Ég var víst kosinn formaður Bandalags íslenskra leikfélaga á laugardaginn, gerskri kosningu. Gaman að því.
Hálfvitar fara í stúdíó á morgun. Gaman að því.
Allt gaman, bara. Sennilega klíkuskapur.
Getspökum er boðið að giska á hvað ég valdi. Þið sem ég var búinn að segja það megið halda að ykkur höndum.
Ég var víst kosinn formaður Bandalags íslenskra leikfélaga á laugardaginn, gerskri kosningu. Gaman að því.
Hálfvitar fara í stúdíó á morgun. Gaman að því.
Allt gaman, bara. Sennilega klíkuskapur.
fimmtudagur, maí 03, 2007
Bara of leiðinlegt
Ætlaði af skyldurækni að blogga um kosningarnar. Mistókst, þetta er bara of leiðinlegt.
Bandalagsþing á morgun. Það verður nú að öllum líkindum mun skemmtilegra.
Og listapistill Árna Þórarinssonar í mogganum í dag er líka frábær. Segir allt sem segja þarf um Rósenberg og lífið sem þar þreifst.
Rokk er betra en fúltæm pólitík.
Bandalagsþing á morgun. Það verður nú að öllum líkindum mun skemmtilegra.
Og listapistill Árna Þórarinssonar í mogganum í dag er líka frábær. Segir allt sem segja þarf um Rósenberg og lífið sem þar þreifst.
Rokk er betra en fúltæm pólitík.