miðvikudagur, maí 30, 2007

Keppnis

Ljótu Hálfvitarnir eiga eitt af sex lögum sem keppa til úrslita í sjómannalagasamkeppni Rásar 2!

Smellið ykkkur á kosningavefinn, hlustið á lögin og kjósið svo Son Hafsins.

Það var gaman í gær. Prógrammið er þétt og skemmtilegt og margir sýna snilldartakta. Endilega kíkið á föstudagskvöldið. Ásta kjallarameistari er meira að segja búin að lofa að það verði til bjór á barnum!

3 Ummæli:

Blogger Unknown sagði...

Ha ha ha ha
Ég sé nú ekki betur en þetta sé hin alræmda JÓLALAGAKEPPNI Rásar tvö..... Sonur hafsins er jú afbragðsgott jólalag líka - lag fyrir allar árstíðir.

9:59 f.h.  
Blogger Gummi Erlings sagði...

En ef þið vinnið ferð fyrir 2 og bíl með Norrænu? Verða hinir þá að kúldrast í bílnum alla ferðina?

10:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er sko alvöru að etja þarna kappi við sjálfan Ragga Bjarna í gríðarlegu formi (með nikku og rararararara sólói).

Mitt víðfræga tóneyra er á því að Raggi sé ykkar helsti keppinautur, þótt vissulega sé karlakórinn með nikkuna notalega hallærislegur á mjög þjóðlegan hátt, þá líður hann fyrir döpur hljómgæði.

Ég skora hér með á ykkur hálfvitana að ef þið vinnið keppnina verði bætt á prógrammið ykkar sjómanna-"medley" með helstu gullmolum úr hinum lögunum. Það held ég að gæti orðið óborganlegt!

"Já, konan fer að sippa og fær sér síðan te..."

11:10 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim